Freyr

Årgang

Freyr - 15.09.1978, Side 17

Freyr - 15.09.1978, Side 17
Verðlagsnefnd að störfum. Þeir sem mót vélinni snúa eru f. v.: Kristófer Kristjánsson, Kristinn Bergsveinsson, Ragrsar Guðmunddsson, Krist- inn Steingrímsson og Ólafur Andrésson. Jón Gucmundsson, Þórar- inn Þorvaldsson og Magnús Sigurðsson snúa við henni baki. Þórarinn Þorvaldsson flutti tillögu verð- lagsnefndar um verðtilfærslu milli mjólkur- afurða: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1978 styður ein- dregið framkomnar hugmyndir um verðtilfærslu milli mjólkurafurða með hliðsjón af eftirspurn eftir ein- stökum vöruflokkum. Fulltrúar framleiðenda í sex- mannanefnd eru því hvattir til að fylgja þessu máli eftir í nefndinni sem fyrst. Samþykkt samhljóða. Þriðju tillögu verðlagsnefndar flutti Kristófer Kristjánsson og var hún um mis- hátt verð á mjólk eftir árstíðum: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1978 mælir með, að tekið verði upp um land allt mishátt verð á inn- lagðri mjólk eftir árstíðum þannig, að mjólk lögð inn mánuðina september til febrúar verði greidd með allt að 20% hærri útborgun en mjólk lögð inn aðra árshluta. Fundurinn felur Framleiðsluráði að vinna að sam- ræmingu á framkvæmd samþykktar þessarar milli mjólkurþúanna, svo hún verði sem allra líkust, hvar sem er á landinu. Sigurður Sigurðsson taldi heppilegra að setja tímatakmörkin í tillögunni október til mars. Haukur Steindórsson taldi rétt að leita eftir hækkun afurðalána í sambandi við hækkun útborgunar eftir tillögunni. Engar breytingartillögur komu þó fram, og var tillagan óbreytt samþykkt með sam- hljóða atkvæðum. 11. Tillaga laganefndar. Helgi Jónasson mælti fyrir þessari tillögu: Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn á Akureyri 29.—31. ágúst 1978, samþykkir að kjósa þriggja manna millifundanefnd til að fjalla um til- lögur til breytinga á samþykktum sambandsins. Nefndin kanni m. a. viðhorf búnaðarfélaganna í landinu til þeirrar tillögu að breyta kosningafyrir- komulagi á fulltrúum á aðalfundi sambandsins. Einnig og á sama hátt kanni nefndin viðhorf bún- aðarfélaganna til tillagna um, að hagsmunasamtök einstakra greina landbúnaðarins, svo sem Hags- munafélag hrossabænda, Samband garðyrkjubænda, Svínaræktarfélag íslands o. fl. fái beina aðild að samtökunum og sérstaka fulltrúa á aðalfundi. Engilbert Ingvarsson mælti gegn tillög- unni, sagði, að stjórn Stéttarsambandsins gæti framkvæmt þessa könnun, ef ástæða væri til að gera hana. Helgi Jónasson svaraði og rökstuddi til- löguna. Þórður Pálsson var samþykkur fyrri hluta tillögunnar, en lagði til að fella niður síðari hluta tillögunnar um hagsmunasamtök ein- stakra greina. Erlendur Árnason lýsti andstöðu við að breyta samþykktum sambandsins, en taldi þó ráðlegt að taka breytingatillögur til at- hugunar. Kristján Guðmundsson tók í sama streng. Allir þessir ræðumenn mæltu gegn því, F R E Y R 627

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.