Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.09.1978, Qupperneq 20

Freyr - 15.09.1978, Qupperneq 20
Enn flutti Jón Kr. Magnússon tillögu frá lánamáianefnd um breytingu lausaskulda í föst lán: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1978 skorar á stjórnvöld að gera nú þegar ráðstafanir til þess að breyta lausaskuldum þeirra bænda, sem nú eiga í mestum fjárhagserfiðleikum, í föst lán. Þörfin fyrir þessar ráðstafanir var mikil á síðastliðnu ári, en nú má það ekki dragast lengur. Lán þessi verða að vera á svipuðum vaxtakjörum og lán úr Byggða- sjóði. Samþykkt samhljóða. 14. Tillögur allsherjarnefndar. Fyrstu tillögu allsherjarnefndar flutti Böðvar Pálsson, um fæðingarorlof kvenna: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1978 skorar á stjórnvöld að setja sem allra fyrst lög um fæðingar- orlof allra kvenna í landinu. Fundurinn felur stjórn Stéttarsambandsins að fylgja þessu fast eftir. Samþykkt samhljóða. Böðvar Pálsson var einnig framsögumað- ur að annarri tillögu frá allsherjarnefnd, um afleysingaþjónustu: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1978 skorar á Alþingi og ríkisstjórnina að setja löggjöf um af- leysingaþjónustu fyrir bændur og húsfreyjur í sveitum. Samþykkt samhljóða. Böðvar Pálsson flutti einnig tillögu alls- herjarnefndar um ullina: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1978 varar al- varlega við því að blanda erlendri ull saman við íslensku ullina, sem hefur sérstöðu sem gæðavara. Heimilar fundurinn því stjórn Stéttarsambandsins að láta gera lögverndað merki í samvinnu við Út- flutningsmiðstöð iðnaðarins til að merkja með hrein- ar ullarvörur. Fundurinn mótmælir útflutningi á bandi og lopa og skorar á stjórnvöld að stuðla að fullvinnslu ullar- innar innanlands. Samþykkt samhljóða. Grímur Jónsson flutti tillögu allsherjar- nefndar um húsnæðismál veiðifélaga og gerði grein fyrir henni: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1978 gerir sér fyllilega Ijósa þörf Landssambands veiðifélaga fyrir söluskrifstofu á hagfelldum stað. Því beinir fundurinn til hússtjórnar Bændahallar- innar, að Landssambandið haldi aðstöðu á 1. hæð Bændahallarinnar, þó svo að til einhverrar tilfærslu þurfi að koma. Gunnar Guðbjartsson endurtók skýring- ar á því, að nauðsynlegt væri að rýmka aðstþðu Búnaðarbankans og að Landssam- bandinu hefði verið boðið annað húsnæði í Bændahöllinni. Óskaði hann sérstaklega, að nefndin endurskoðaði tillöguna. Engilbert Ingvarsson bar fram dagskrár- tillögu á þessa leið: Fundurinn telur það alfarið hlutverk hússtjórnar Bændahallarinnar að ráðstafa leiguhúsnæði á fyrstu hæð, vísar því þessari tillögu frá og tekur fyrir næsta mál á dagskrá. Nefndin óskaði þá eftir að fá tillöguna til endurskoðunar, og féllst Engilbert á, að svo yrði gert, áður en dagskrártillagan yrði borin undir atkvæði. Þá kom fram 5. tillaga allsherjarnefndar um markaðskönnun. Flutningsmaður Ólafur Eggertsson. Sveinn Tryggvason lagði til orðalagsbreytingu og var hún tekin til greina. Tillagan var síðan borin undir atkvæði á þessa leið: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1978 beinir því til stjórnar Stéttarsambandsins að leita betri sölu- möguleika fyrir íslenskar landbúnaðarvörur erlendis. Haldið verði áfram að leita nýrra leiða í þessu efni. Má þar vel koma til samvinna við fleiri aðila, er hagsmuna hafa að gæta. Þá virðist og einsýnt, að ríkissjóður styrki slíka markaðskönnun. Samþykkt samhljóða. Ólafur Eggertsson flutti einnig 6. tillögu allsherjarnefndar, um breytingu á Fram- leiðsluráðslögunum: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1978 ítrekar til- lögu um breytingar á Framleiðsluráðslögunum, er samþykkt var á síðasta aðalfundi. Þar var farið fram á beina samninga við ríkisvaldið um kaup og kjör bændastéttarinnar. Samþykkt samhljóða. Ólafur Eggertsson mælti ennfremur fyrir þessari tillögu allsherjarnefndar um niður- greiðslur: 630 F R E Y R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.