Freyr

Volume

Freyr - 15.09.1978, Page 22

Freyr - 15.09.1978, Page 22
Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1978 beinir þeim tilmælum til yfirdýralæknis, að reynt verði svo sem framast er unnt að hefta útbreiðslu fjárkláða og út- rýma honum sem allra fyrst. Skorar fundurinn á samtök bænda að styðja yfirdýralækni ötullega í því starfi. Samþykkt samhljóða. Jón Guðbjörnsson flutti einnig tillögu allsherjarnefndar um raforkuverð: Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn á Akur- eyri 29.—31. ágúst 1978, ítrekar fyrri kröfur um ódýrara rafmagn til fóðuriðnaðar og súgþurrkunar. Jafnframt leggur fundurinn áherslu á, að almennt raforkuverð í landinu sé sem jafnast, og telur það mikið réttlætismál. Ennfremur bendir fundurinn á nauðsyn þess að hraða uppbyggingu þriggja fasa rafmagnslína í sveitum. Felur fundurinn stjórn Stéttarsambandsins að vinna að þessu mikla hagsmunamáli landbúnaðarins við stjórnvöld. Sigurður Líndal ræddi ýmsan kostnað bænda vegna raforku. Ennfremur tóku til máls Jónas R. Jónsson og Jón Guðbjörns- son, en síðan var tillagan samþykkt sam- hljóða. Jón Guðbjörnsson mælti fyrir tillögu alls- herjarnefndar um leiðbeiningaþjónustu: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1978 beinir því til Búnaðarfélags Islands, að leiðbeiningaþjónusta þess taki upp meiri baráttu fyrir aukinni hagkvæmni í búrekstri en verið hefur. Fundurinn bendir á þann möguleika að nýta betur starfsemi Búreikningastofunnar í þessu skyni. Eink- um þarf að koma skýrt fram, hverjar eru helstu ástæður hins mikla tekjumunar innan bændastéttar- innar. Samþykkt samhljóða. Þá kom fram tillaga allsherjarnefndar um niðurfellingu söluskatts. Flutningsmaður Jón Guðbjörnsson. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1978 ítrekar fyrri ályktanir sínar um niðurfellingu söluskatts af öllum búvörum. Samþykkt samhljóða. Sigurður Sigurðsson flutti tillögu allsherj- arnefndar um starfsréttindi búfræðináms: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1978 ályktar vegna erindis Búnaðar- og garðyrkjukennarafélags íslands að fela stjórn sambandsins að taka þátt í viðræðum við kennarafélagið um starfsréttindi bú- fræðináms. Leggja ber áherslu á, að breytingar þær, sem vikið er að í bréfi kennarafélagsins, þurfa að hafa langan aðdraganda, ef af þeim verður, en hafa ber í huga, að búnaðarfræðsla er öllum bændum nauð- syn. Samþykkt samhljóða. Sigurður Sigurðsson mælti einnig fyrir til- lögu allsherjarnefndar um kynslóðaskipti á bújörðum: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1978, haldinn á Akureyri 29. og 30. ágúst, felur stjórn sambands- ins að móta tillögur í samráði við Búnaðarfélag ls- lands um leiðir að því marki að auðvelda kynslóða- skipti á bújörðum í sveitum landsins. Sérstaklega skal bent á þörf fjármagns í þessu skyni, en auk þess einnig hagræðingar- og ráðgjafarþjónustu. Samþykkt samhljóða. 15. Tillögur frá lánamálanefnd. Jón Kr. Magnússon flutti af hálfu nefndar- innar þessa mótmælatillögu gegn samein- ingu banka: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1978 mótmælir framkominni hugmynd um sameiningu Búnaðarbanka íslands og Útvegsbanka íslands. Jafnframt skorar fundurinn á Alþingi og ríkisstjórn, að Búnaðarbankinn haldi óbreyttri stöðu sinni. Ljóst er, að fjárhagsstaða þessara banka er mjög ójöfn, og mundi því slík sameining veikja aðstöðu landbúnaðarins til lánafyrirgreiðslu. Þórður Pálsson kvaðst ekki geta sam- þykkt þessa tillögu ,en Gísli Andrésson lagði til, að orðið ,,harðlega“ bættist inn í hana fyrir aftan orðið ,,mótmælir“. Gunnar Guðbjartsson taldi tillöguna eiga fullan rétt á sér nú til þess, að Búnaðar- bankinn gæti haldið stöðu sinni og stutt sem best Stofnlánadeildina. Engilbert Ingvarsson studdi tillöguna. Nefndin féllst á breytingartillögu Gísla Andréssonar. Tillagan svo breytt borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 632 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.