Freyr

Volume

Freyr - 15.09.1978, Page 26

Freyr - 15.09.1978, Page 26
Skýrsla formanns Sféttarsambands bænda til aðalfundar 1978 Stjórnin hefur haldiS 16 fundi, síðan aðal- fundur 1977 var haldinn. Hefur stjórnin fjallað um íjölda mála og tekið fleira til meðferðar en oftast áður. Fyrst mun ég gera grein fyrir afgreiðslu mála frá aðalfundinum í fyrra: 1. Tillaga um lækkun aðflutningsgjalda af jeppabifreiðum var send landbúnaðar- ráðherra með ósk um, að hann beitti sér fyrir lækkun gjaldanna. Ekki varð árangur af því. 2. Tillaga um lækkun tolla og aðflutnings- gjalda af vélum og tækjum til landbún- aðarins var falin þeim Jóni Helgasyni og Inga Tryggvasyni til meðferðar og sonar: „Bóndans starf er betra en bæn og sálumessa“. Fundarstjóri þakkaði einnig öllum, sem að því stóðu að gera fundinn ánægjulegan og gagnlegan, og óskaði bændastéttinni allra heilla. Síðan sagði hann fundi slitið. Guðm. Ingi Kristjánsson, Þorsteinn Jóhannsson, fundarritarar. framgangs. Við breytingu á lögum um tollheimtu á Alþingi sl. vor var komið fram lækkun tolla af nokkrum vélum og tækjum til landbúnaðar, þar á meðal dráttarvélum með framdrifi, í samræmi við það, sem áður var búið að sam- þykkja sem almenna reglu. Ekki fylgdu varahlutir þessari breytingu. Tollar eru á þessu ári yfirleitt 4% á landbúnaðar- vélum, en lækka í 2% við næstu áramót. Söluskattur stendur óbreyttur, 20% af verði vélanna. Landbúnaðurinn er eini atvinnuvegurinn, sem greiðir söluskatt af öllum vélum og tækjum. 3. Tillaga um, að Áburðarverksmiðju rík- isins verði gert kleift að lána bændum meira af verði áburðarins og til lengri tíma en áður hefur verið, var send til stjórnar verksmiðjunnar. Allt lánsfé verksmiðjunnar til reksturs er fengið erlendis. Á tímum, þegar gengi er ó- stöðugt, veldur þetta gengistapi, sem hækkar áburðarverðið. Því hefur stjórn verksmiðjunnar ekki séð sér fært að ganga lengra á þessari braut en verið hefur, enda líka framkvæmdaannmark- ar á því, þar sem þessi erlendu lán eru bundin ákveðnum endurgreiðslureglum 636 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.