Freyr - 15.09.1978, Side 27
og lánakjörin eru bundin þeirri endur-
greiðslu, en þau mundu versna, ef lánin
stæðu lengur hverju sinni.
4. Tillaga um ódýrt rafmagn til fóðuriðn-
aðar og súgþurrkunar var send iðnaðar-
ráðherra og einnig rædd nokkrum sinn-
um við íandbúnaðarráðherra, en án ár-
angurs. Þó kom fram tilboð frá Lands-
virkjun um, að hún vildi selja tiltekið
magn raíorku yfir sumartímann á lágu
verði, að uppfylltum tilteknum skilyrð-
um. Skilvrði þessi voru þess eðlis, að
ekki var talið fært að taka tilboði þessu.
Tiikynning Landsvirkjunar fylgir hér
með svo og bréf rafmagnsveitustjóra
ríkisins, þar sem hann svaraði bréfi
mínu um rafmagnsverð til húsahitunar
og súgþurrkunar.
5. Tillaga um eflingu innlends fóðuriðn-
aðar var send landbúnaðarráðherra.
Starfandi hefur verið nefnd á vegum
ráðuneytisins til að fjalla um þetta mál,
en enn þá hefur ekki orðið árangur af
því starfi.
6. Tillaga um könnun á útflutningi heys
var send markaðsnefnd og hefur hún
unnið allmikið í því máli. Selt hefur
verið hey til Noregs og Færeyja og
kannaðir möguleikar á heysölu til
Grænlands.
Tveir annmarkar komu einkum fram
í þessu sambandi, þ.e. skortur á bein-
um ferðum til markaðsstaðanna í Nor-
egi og Grænlandi og skortur véla til að
harðbinda heyið, svo það rýrni ekki í
flutningum og rýmist betur í flutninga-
tækjum, en í athugun er að bæta úr því.
7. Tillaga um könnun atvinnusjúkdóma.
Þessi tillaga var send landlækni og
rædd við fleiri lækna, m.a. Tryggva Ás-
mundsson, sem rannsakaði heymæði
nokkuð á námsárum sínum, og Björn
Önundarson, tryggingayfirlækni.
Tryggingayfirlækni var skrifað bréf,
þar sem óskað var eftir, að kannað
væri í skýrslum Tryggingastofnunarinn-
ar um örorkumat, hvort rekja mætti or-
F R E Y R
Gunnar Guðbjartsson,
formaður Stéttarsambands bænda.
sakir til landbúnaðarstarfa. Trygginga-
yfirlæknir hefur lýst áhuga sínum á að
gera þá könnun, sem farið var fram á,
og telur, að það sé unnt að vinna verkið
á stuttum tíma úr örorkumatsskýrslum
Tryggingastofnunarinnar í Skýrsluvél-
um ríkisins. Hins vegar telur hann það
ekki tæmandi upplýsingar, sem fáist um
atvinnusjúkdóma með þeim hætti.
í framhaldi af viðræðum um þetta
mál við landlækni fékkst staðfesting á
því, að Tryggingastofnunin greiði
kostnað við heygrímur fyrir þá bændur,
sem þeirra þurfa með.
Bréf landlæknis um þetta mál var
birt í desemberhefti Freys.
8. Tillaga um að fella niður söluskatt af
kjöti og vatnafiski var send fjármála-
ráðherra og rædd við fleiri ráðherra, en
var talin óframkvæmanleg af embættis-
mönnum ríkisins, svo sem fram kom í
erindi Höskuldar Jónssonar á auka-
fundi sambandsins 30. nóv. sl. Aftur á
móti var gengið inn á að auka nokkuð
niðurgreiðslur kjötsins við verðlagningu
í marsbyrjun, svo sem síðar verður að
vikið.
9. Tillaga um könnun á fjölda dráttarvéla,
sem notaðar eru án þess, að öryggis-
grindur hafi verið á þær settar.
637
L