Freyr - 15.09.1978, Síða 30
á, að svo verði, auk þess sem ekkert fé
er til að lána til jarðakaupa á þessu ári.
Þó varð stjórn Stofnlánadeildarinnar
við þeim kröfum stjórnvalda að hækka
um 3% vexti af öllum lánum veittum
eftir mitt ár 1974, og eykur það tekjur
deildarinnar á árinu um u.þ.b. 120 millj-
ónir króna. Þá var verðtrygging al-
mennra lána aukin úr 25% hvers láns
í 33%.
Þær nýju Iánsumsóknir, sem teknar
voru til greina, voru einkum lán til
hlöðubygginga og nokkuð af skepnu-
húsum við áðurbyggðar heygeymslur,
auk véla- og íbúðalána. En vélalánin
eru takmörkuð við 350 dráttarvélar alls
og bundin sömu takmörkunum um véla-
fjölda á býli eins og undanfarin ár. Eng-
um nýjum umsóknum vegna vinnslu-
stöðva var sinnt að þessu sinni.
Lán Lífeyrissjóðs bænda til landbún-
aðarins minnka á þessu ári hlutfallslega
vegna þess, að hann hefur tekið á sig
auknar lífeyrisgreiðslur og skyldulán
hans aukist eins og annarra lífeyris-
sjóða. Hann lánar þó 1,4 millj. til hvers
sjóðfélaga, er byrjar byggingu íbúðar-
húss á þessu ári, enda uppfylli hann
skilyrði um lágmarksréttindi. Einnig
lánar sjóðurinn bústofnskaupalán til
kaupa á 175 ám eða 9 kúm á skattmats-
verði því, er nú gildir.
18. Tillaga um lán til kaupa á dýrum vélum
var send Stofnlánadeild landbúnaðar-
ins, en að sjálfsögðu getur ekki orðið
af útlánum á því sviði vegna fjárskorts
að þessu sinni.
19. Tillaga varðandi breytingar á lögum
Stofnlánadeildar landbúnaðarins var
send landbúnaðarráðherra. Miklar um-
ræður áttu sér stað um málið á ýmsum
vígstöðvum, og á endanum var frum-
varpið flutt og samþykkt á Alþingi, þó
þannig skert, að ríkið leggur ekki aukið
fé til deildarinnar eins og ráð var fyrir
gert. Samt sem áður hefur það í för
með sér umbætur til hags fyrir rekstur
deildarinnar, þegar það kemur til fram-
kvæmda.
20. Tillaga um rannsókn gæruskemmda og
breytt hlutföll á milli þunga gæra miðað
við kjöt fór til Framleiðsluráðs og verð-
ur til meðferðar í komandi sláturtíð.
21. Tillaga um jöfnun flutningskostnaðar á
heykögglum var send landbúnaðarráð-
herra. Ekki hefur orðið af lagasetningu
um grænfóðurverksmiðjur eins og von-
ast var til og undirbúið hafði verið.
22. Tillaga um könnun á gildi landbúnaðar
fyrir þéttbýli landsins var tekin til um-
ræðu við ýmsa aðila, m.a. Fjórðungs-
samband Norðurlands, sem átti frum-
kvæði að gerð hennar. Enn þá hefur
ekkert gerst í málinu.
23. Tillaga varðandi lántöku vegna stækk-
unar Bændahallarinnar fór til viðkom-
andi aðila.
24. Tillaga um markaðsleit var send mark-
aðsnefnd, og hefur sú nefnd unnið mik-
ið á árinu og verður væntanlega gerð
grein fyrir starfi hennar hér á fundinum.
25. Fimm tillögur varðandi verðlagsmál
voru sendar sexmannanefnd, og voru
þær teknar upp af framleiðendafulltrú-
unum og verður nánari grein gerð fyrir
þeim í sambandi við verðlagsmálin.
26. Tillaga um gerð vinnuskýrslna búreikn-
inga bænda var send Búreikningastofu
landbúnaðarins.
Þá er getið helstu samþykkta síðasta að-
alfundar og hverja meðferð þær fengu hjá
stjórn sambandsins. Nokkrar minniháttar
samþykktir, er gerðar voru, fengu einnig
úrlausn, þó þeirra sé ekki getið hér.
Önnur mál.
Stjórn Stéttarsambandsins hefur fjallað um
fjölmarga málaflokka aðra en hér að fram-
an hefur verið sagt frá.
Fljótlega eftir aðalfundinn í fyrra var skip-
að að nýju í Framleiðsluráð landbúnaðarins
af háifu sölusamtakanna. Tveir nýir menn
640
F R E Y R