Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.09.1978, Qupperneq 40

Freyr - 15.09.1978, Qupperneq 40
við vélar, flutningskostnaður og framreikn- ingur alls launaliðsins. Af sömu ástæðu er ósamið um alla þætti vinnslu- og dreifing- arkostnaðar. Auk þessa er eftir að semja um vexti af eigin fé í verðlagsgrundvelli, og er það deilumál eins og oft áður. Vegna þess skorts á upplýsingum um, hvaða kaupgjaldstaxtar koma til með að gilda eftir 1. september n.k., stöðvaðist vinna í sexmannanefnd sl. fimmtudag, og verður því nokkur seinkun á gildistöku nýs verðs á mjólk og mjólkurvörum. Okkur framleiðendafulltrúum sexmanna- nefndar þótti illt að bíða með þetta, en við áttum ekki völ á öðrum kosti. Verði af myndun ríkisstjórnar fyrir mán- aðamótin, er gert ráð fyrir bráðabirgðalög- um um breyttar reglur um útreikning kaup- gjalds o.fl., þar á meðal um auknar niður- greiðslur á búvörum. HvaS er framundan? Erfitt er að spá um framtíðina. Ýmislegt er þó Ijóst. íslenskur landbúnaður býr yfir möguleikum til mikillar framleiðsluaukning- ar með aukinni og bættri ræktun og aukinni tækni, þó svo að fólki við bústörf fækki nokkuð. Hitt er líka Ijóst, að innlendi markaðurinn tekur ekki við miklu viðbótarmagni búvara, þó svo að verð varanna verði lækkað nokk- uð með niðurgreiðslum. Þó er víst, að í sumum vöruflokkum, svo sem í smjörinu, er salan mjög undir verðlaginu komin. Því ber að fagna því, ef reynist fært að auka niðurgreiðslur. En það má ekki vera stund- arfyrirbæri, það verður að koma niður- greiðslunum í það horf, að þær verði ákveð- ið hlutfall af heildarverðinu hverju sinni, þá fyrst fá þær verulegt gildi fyrir landbúnað- inn. Þess er vænst, að ný ríkisstjórn taki á helstu vandamálum landbúnaðarins í sam- ráði við félagasamtök bænda. Reynt verði að komast út úr þeim tímabundna vanda, sem nú er í sölumálum, með því að stöðva framleiðsluaukningu um sinn í hefðbundnu búgreinunum og með leit að nýjum og betri mörkuðum, sem nú er unnið að, verði hluti vandans leystur. Markmiðið hlýtur að vera að halda öllu landinu í byggð, en til þess, að svo geti orðið, er þörf á að skapa fleiri atvinnutæki- færi í sveitunum og leysa félagsleg vanda- mál, svo sem að koma á afleysingaþjónustu við bændur og konur þeirra. Ég vík nánar að því, sem við kemur nýj- um atvinnutækifærum, í framsögu fyrir sér- stöku máli hér á fundinum síðar. Nú hafa bændur fengið gott heyskapar- sumar um meginhluta landsins og hafa yfir- leitt úrvals hey. Því er ástæða til að draga úr notkun erlends fóðurbætis og sjá, hvort ekki er unnt að ná aukinni hagkvæmni í búrekstrinum með því móti. Notkun íslensks fóðurs ætti að vera eitt af meginmarkmið- um íslenskrar landbúnaðarstefnu á næstu árum. Við skulum vona, að takast megi að draga úr verðbólgunni, sem hefur verið hinn illí andi fyrir þróun landbúnaðarins eins og reyndar annarra atvinnuvega þjóð- arinnar. Um leið og úr verðbólgunni dregur, ætti að verða auðveldara að leysa rekstrar- fjárvanda atvinnuveganna og sölufyrirtækja þeirra. Heill og framtíðarmöguleikar þeirra eru að verulegu leyti undir því komnir, að árangur náist í baráttunni við verðbólguna. Ég veit, að ekki stendur á bændum að taka þátt í þeirri baráttu. Lokaorð. Á síðasta ári urðu nokkur þáttaskil í starf- semi Stéttarsambandsins. Sæmundur Frið- riksson, sem verið hafði framkvæmdastjóri sambandsins frá upphafi, féll í valinn. í hans stað var ráðinn sem fulltrúi for- manns Hákon Sigurgrímsson og hefur hann reikningshald og meginfjárreiður sam- bandsins með höndum. Þá varð sú breyting á, að Stéttarsam- bandið fékk það húsnæði, er Sauðfjárveiki- 650 F R E Y R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.