Freyr

Årgang

Freyr - 15.09.1978, Side 45

Freyr - 15.09.1978, Side 45
Margt óunnið í markaðsmáiunum. Stefán Jónsson, Kagaðarhóli, A.-Húnavatnssýslu. Það er ekki aðeins útflutningurinn, innlendi markaðurinn er auðvitað langtum þýðingarmeiri. Þetta er annar aðalfundur Stéttarsambandsins, sem þú situr, auk þess sem þú sast aukafundinn í vetur, er leið, og hefur þú því tekið þátt í þeim miklu umrœðum um skipulagsmál framleiðslunnar, sem hafa farið fram síðastliðið ár. En í umræðunum í gœr vékst þú að öðrum málum. Gagnrýndir m. a. smjörútsöluna, eða hvernig að henni var staðið, og svo vékst þú að markaðsmálun- um. Hvað var það, sem þú vildir helst, að gert yrði í þeim málum? Ég tel, að það sé enn mjög margt óunnið. Þó að það sé sjálfsagt til bóta, að sett var á laggirnar svokölluð markaðsnefnd, þá held ég, að inn í hana þyrftu að koma fleiri aðilar, sem hafa bæði þekkingu og reynslu í þeim málum. Þar mætti til dæmis benda á Osta- og smjör- söluna. Það er auðvitað mjög mikið atriði fyrir okkur að hafa sem besta markaði fyrir þá vöru, sem við þurf- um að flytja út, kemur þar hugsanlega til greina að hyggja að vöruskiptaverslun, eins og virðist vera farin að viðgangast nú. En það er ekki aðeins útflutningurinn, innlendi mark- aðurinn er auðvitað langtum þýðingarmeiri, og það verður að leggja á það áherslu að „rækta“ hann betur. Ég get tekið sem dæmi vöru eins og slátur, sala á því hefur heldur dregist saman á undanförnum árum, og ég tel það stafa m. a. af því, að þessi vara hefur bæði verið of lítið kynnt og ekki verið boðin fram á nægilega aðgengilegan hátt fyrir neytendur. Það þyrfti að setja hana fram í góðum og hentugum umbúðum ásamt leið- beiningum um það, hvernig ætti að nýta hana og mat- reiða. En þarna er tvímælalaust um ein þau hollustu matvæli að ræða, sem við getum boðið upp á, og fjöl- breytt að næringargildi. Þeir, sem kunna að notfæra sér slátur, meta það mikils, en hætt er við, að þeim fari fækkandi. Við megum á engan hátt glata þeirri hefð að nýta slátrin á þann fjölbreytta hátt, sem tíðkast hefur. Það má t. d. benda á, að úr slátrunum fæst að verulegu leyti uppistaðan í „þorramat", sem virðist njóta vinsælda. Þetta ætti að hafa byr á þessum tímum, því að flest það þjóðlega er nú vinsælt. Þú vékst einnig að ullinni og ullariðnaðinum? Já, ég tel, að þar séu að gerast mjög varhugaverðir hlutir, þar sem verið er að flytja út lopa og band til annarra þjóða, jafnframt því sem verið er að blanda erlendri ull í verulegu magni í íslenska og vinna úr því vörur, sem seldar eru sem íslenskar. Á þennan hátt eigum við á hættu að glata þeirri viðurkenningu, sem F R E Y R 655

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.