Freyr

Volume

Freyr - 15.09.1978, Page 47

Freyr - 15.09.1978, Page 47
Góð aðstaða tii orlofs- dvalar, bændum nauð- synleg — gæti orðið hvatning til að bændur tækju orlof. Jón Guðbjörnsson, Lindarhvoli, Mýrasýslu. Ekki ástæða til annars en að greiða bændum orlofsféð beint. í umrœðunum í gœr vékst þú að orlofsmálum bænda og sk-yldum málum. Hvað áttir þú einkum við, þegar þú ræddir um bætta orlofsaðstöðu fyrir bændur? Orlofs- og afleysingamál bænda hafa verið í brenni- depli að undanförnu. A fundinum í fyrra var m. a. sam- þykkt tillaga, þar sem stjórninni var falið að huga að landi fyrir bændasamtökin, þar sem þau gætu komið upp orlofsaðstöðu fyrir bændur og fólk þeirra. Stjórn- inni var einnig falið að athuga, með hvaða hætti mætti standa að uppbyggingu slíkrar aðstöðu. Það, sem ég var að spyrjast fyrir um, voru afdrif þessarar tillögu, vegna þess að mér finnst, að þurfi að huga að þessu líka í sam- bandi við orlofsmálin. Því að jafnvel þótt það takist að leysa fjárhagsþátt orlofs- og afleysingaþjónustu fyrir bændur, þá er þó eftir að leysa vinnuaflsþáttinn, það er að útvega afleysingamenn. En ef nú tækist að leysa þetta, og það gerist vonandi smám saman, þá er nú viðkunnanlegra, að þeir eigi einhvers staðar aðstöðu til að dveljast, ef þeir hugsa sér að flytja sig um set. Ég tel, að það sé ekkert minna mál, heldur jafnvel meira, fyrir bændur en aðrar stéttir að eiga slíka aðstöðu. Slík aðstaða gæti enn frekar orðið hvatning til bænda um að taka sér orlof. Nú fá bœndur greidda orlofspeninga, eða við getum sagt, að þeir eigi að fá þá greidda í verðlagsgrundvellin- um. Þar er reiknað álag, 8,33%, vegna orlofa. Finnst mönnum þetta vera nœgilegt í þessu efni? Það er nú kannski allerfitt að taka á öllu þessu, sem okkur er ,,reiknað“ í grundvellinum, eins og næturvinnu, helgidagavinnu og hvers konar yfirvinnu, þetta hverfur nú oft, þegar útgjaldaliðirnir eru vanreiknaðir. Hvað heldur þú, að bændum fyndist um svipað fyrir- komulag og í Noregi? Þar er sérstakur orlofssjóður, sem íreyndar er allur kominn frá ríkinu, en bændur fá því aðeins styrk úr honum, að þeir virkilega taki sér orlof, enda er honum formlega ætlað að standa undir launa- greiðslum til þeirra, sem leysa bændur af. Spurningin er kannski um það, hvort hluti af þessum 8,33%, sem eru reiknuð bændum í orlof, færi í orlofssjóð? Ég sé ekki ástæðu til þess út af fyrir sig, meðan laun- þegum er í reynd greitt þeirra orlofsfé, raunverulega án tillits til þess, hvort þeir taka orlof eða ekki. Og launa- fólk nýtur t. d. svona aðstöðu, sem ég nefndi með or- lofshús, með fyrirgreiðslu frá því opinbera. Það væri kannski félagslega séð gott að leggja eitthvað í sam- F R E Y R 657

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.