Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1978, Síða 47

Freyr - 15.09.1978, Síða 47
Góð aðstaða tii orlofs- dvalar, bændum nauð- synleg — gæti orðið hvatning til að bændur tækju orlof. Jón Guðbjörnsson, Lindarhvoli, Mýrasýslu. Ekki ástæða til annars en að greiða bændum orlofsféð beint. í umrœðunum í gœr vékst þú að orlofsmálum bænda og sk-yldum málum. Hvað áttir þú einkum við, þegar þú ræddir um bætta orlofsaðstöðu fyrir bændur? Orlofs- og afleysingamál bænda hafa verið í brenni- depli að undanförnu. A fundinum í fyrra var m. a. sam- þykkt tillaga, þar sem stjórninni var falið að huga að landi fyrir bændasamtökin, þar sem þau gætu komið upp orlofsaðstöðu fyrir bændur og fólk þeirra. Stjórn- inni var einnig falið að athuga, með hvaða hætti mætti standa að uppbyggingu slíkrar aðstöðu. Það, sem ég var að spyrjast fyrir um, voru afdrif þessarar tillögu, vegna þess að mér finnst, að þurfi að huga að þessu líka í sam- bandi við orlofsmálin. Því að jafnvel þótt það takist að leysa fjárhagsþátt orlofs- og afleysingaþjónustu fyrir bændur, þá er þó eftir að leysa vinnuaflsþáttinn, það er að útvega afleysingamenn. En ef nú tækist að leysa þetta, og það gerist vonandi smám saman, þá er nú viðkunnanlegra, að þeir eigi einhvers staðar aðstöðu til að dveljast, ef þeir hugsa sér að flytja sig um set. Ég tel, að það sé ekkert minna mál, heldur jafnvel meira, fyrir bændur en aðrar stéttir að eiga slíka aðstöðu. Slík aðstaða gæti enn frekar orðið hvatning til bænda um að taka sér orlof. Nú fá bœndur greidda orlofspeninga, eða við getum sagt, að þeir eigi að fá þá greidda í verðlagsgrundvellin- um. Þar er reiknað álag, 8,33%, vegna orlofa. Finnst mönnum þetta vera nœgilegt í þessu efni? Það er nú kannski allerfitt að taka á öllu þessu, sem okkur er ,,reiknað“ í grundvellinum, eins og næturvinnu, helgidagavinnu og hvers konar yfirvinnu, þetta hverfur nú oft, þegar útgjaldaliðirnir eru vanreiknaðir. Hvað heldur þú, að bændum fyndist um svipað fyrir- komulag og í Noregi? Þar er sérstakur orlofssjóður, sem íreyndar er allur kominn frá ríkinu, en bændur fá því aðeins styrk úr honum, að þeir virkilega taki sér orlof, enda er honum formlega ætlað að standa undir launa- greiðslum til þeirra, sem leysa bændur af. Spurningin er kannski um það, hvort hluti af þessum 8,33%, sem eru reiknuð bændum í orlof, færi í orlofssjóð? Ég sé ekki ástæðu til þess út af fyrir sig, meðan laun- þegum er í reynd greitt þeirra orlofsfé, raunverulega án tillits til þess, hvort þeir taka orlof eða ekki. Og launa- fólk nýtur t. d. svona aðstöðu, sem ég nefndi með or- lofshús, með fyrirgreiðslu frá því opinbera. Það væri kannski félagslega séð gott að leggja eitthvað í sam- F R E Y R 657
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.