Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 48
eiginlegan sjóð til aS hvetja til þess, að fólk taki sér
frí. En því miður er það svo, að það eru frumbýlingar
Koma þarf afleysinga- °s Þeir> sem eru koma sér upp aðstöðu, sem sjaldnast
málunum í belra horf — ‘ak,a s“ fr‘-,Þeir kafa sís‘ráð a Þvi- Pf ‘»galega sés, og
hafa ekki tima eða gefa ser heldur ekki tima til þess.
spurnmg um fjarmuni og ]S[ú, þeir vilja sjálfsagt oft nota orlofspeningana heldur
mannafla. til að létta fyrir sér en að fara í frí. En það má segja,
að þeir, sem búa við mesta álagið, hafa mesta þörf fyrir
fríin.
Hvað varðar það að koma afleysingamálum í viðun-
andi horf, þá er það náttúrlega spurning um fjármuni
og mannafla. Það er ekki neinum vafa undirorpið, að
það væri gífurlegt öryggisatriði fyrir bændur að eiga
kost á svona þjónustu. En ég tel það vandséð eins og
málin standa nú, að þetta sé á næsta leiti, bæði af fjár-
hagslegum og framkvæmdalegum ástæðum. En raun-
verulega býr bændafólk við mjög mikið öryggisleysi,
t. d. í veikindatilfellum. Auðvitað ætti þetta að vera
tryggingaratriði, vera hluti af almannatryggingum.
Þá er það spurningin um það, hvort hægt sé að fá
fólk til að taka að sér afleysingastörf. Það er ekki gott
að segja, hvernig það gengi hér, þegar nóg er að gera
við allt annað. En þú segir mér, að það hafi reynst auð-
velt í Noregi, og vel má vera, að ungt fólk hefði einnig
áhuga á slíkum störfum hér. En fyrr en þessi störf eru
boðin fram, getur ekki reynt það.
Verðjöfnunargjald er
ekkert annað en skattur
— ef menn endilega
vilja tala um skatt.
Ég hef lokið þessum stuttu viðtölum með því að spyrja
um afstöðu manna til tillagna sjömannanefndarinnar.
Hver er afstaða þín til þeirra?
Það er ljóst, að við bændur sjálfir verðum að fá í
hendur einhver stjórntæki til þess að hafa vald á land-
búnaðarframleiðslunni. Það er komin upp sú staða í dag,
að það gengur ekki lengur að auka framleiðsluna enda-
laust. Hins vegar finnst mér, að þða hafi gætt ansi mikils
misskilnings hjá mörgum bændum, þannig að þeir hafa
kannski ekki áttað sig á því, hvað um er að ræða. Ljóst
er, ef ekkert væri aðhafst, þá kæmu söluerfiðleikarnir
á vörunum misjafnlega niður á mönnum. Verðjöfnunar-
gjald, eins og hefur verið innheimt, er ekkert annað
en skattur, ef menn vilja endilega tala um skatt. Það er
þó leið til að jafna þessu, sem á vantar, að allir geti
fengið fullt verð, niður á hverja einingu framleiðslunnar.
Nú er verið að tala um leiðir til verðjöfnunar, sem
jafnframt eru stjórntæki. Kjarnfóðurgjald er í raun og
veru ekkert annað en verðjöfnunargjald í þessum skiln-
ingi, og er því aðeins ein leið til verðjöfnunar, en þá
658
F R E Y R