Freyr

Årgang

Freyr - 15.09.1978, Side 49

Freyr - 15.09.1978, Side 49
Spurning hvort menn vilja hafa stjórntæki? Stöðva verður bústækk- unarkapphlaupið. er sá ffiimurinn, að það gefur líka möguleika til að hafa áhrif á framleiðsluna. Hins vegar hef ég ekki verið sér- lega hlynntur kjarnfóðurgjaldi sem jöfnum skatti, það er að segja sama gjald af öllu kjarnfóðri, hver sem notkun manna er. Eg lít svo á, að rétt væri að taka upp kjarn- fóðurskvóta. Menn fengju ákveðið kjarnfóðurmagn á hvern grip á innkaupsverði, en það, sem umfram væri, yrði skattlagt með töluvert háum skatti. 'Og ef ætti að beita þessu, þá mundi ég aðhyllast það að hafa kvótann heldur þrengri en rýmri. Þannig álít ég, að hann mundi nýtast sem stjórntæki. Nú verður ekki framhjá því litið, að margir bændur eru búnir að koma upp aðstöðu fyrir nokkuð stór bú. Ekki er svo auðvelt að kippa að sér hendinni með framleiðsluna, þegar fj árfestingin er mik- il, sem standa verður straum af. Menn verða að fá eðli- lega möguleika til að greiða fjárfestinguna niður. Samt sem áður verður endilega að hafa áhrif á og stöðva þetta bústækkunarkapphlaup, sem ég kalla svo, og jafnframt fá menn til að slá af í bili með framleiðsl- una á skynsamlegan hátt. Það liggur fyrir, að þetta verður einhvers staðar að koma niður, og þá er ekki nema eðlilegt, að breiðari bökin beri mest, eins og reynd- ar það kvótakerfi, sem verið er að ræða um núna, gerir ráð fyrir. Raunar er hér ekki um annað að ræða en stig- hækkandi verðjöfnunargjald. Mér sýnist nú, að þarna sé um þá leið að ræða, sem bændur kannski koma sér helst saman um. Hins vegar er ég sammála því, sem kom fram í ræðum margra fundarmanna, að þessum aðgerðum verði að beita báðum í bland. Annars finnst mér, að bændur þyrftu að gera sér það ljóst, að það, sem hér er verið að ræða um á þessum fundum, bæði í fyrra og núna, er það að finna leiðir, sem að gagni gætu komið, þegar á þarf að halda. Hér er ekki verið að ræða um varanlega skattlagningu, held- ur það að geta beitt fyrir sig stjórnleiðum, þegar á þarf að halda, þegar þannig árar og þannig stendur á, að eitt- hvað þurfi að gera. Það þarf að bæta úr þeim málum, sem eru nú þegar komin í óefni, og koma í veg fyrir, að slíkt ástand skapist aftur. F R E Y R 659

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.