Freyr

Årgang

Freyr - 15.09.1978, Side 54

Freyr - 15.09.1978, Side 54
Búnaðarsamböndin eru sterkar félagsheildir, en formlega séð eru þau ekki liður í skipulagi Stéttarsambandsins. Haukur Steindórsson, Þríhyrningi, Eyjafirði. Sé ekkert því til fyrirstöðu að sama fyrirkomulag sé á Stéttarsambands- og Búnaðarþings- kosningum. Þetta er í fyrsta skipti, Haukur, sem þú kemur á Stéttarsambandsfund, og þú sagðir mér, að þú Inefðir óvænt verið kallaður hingað sem varamaður sambands- fulltrúa. Viltu segja mér fyrst, hvað þér finnst um samband eða sambandsleysi milli bænda og Stéttarsambandsins? Mér finnst, að samband á milli bændanna almennt og Stéttarsambandsins þyrfti að vera meira, þarna þyrftu að vera beinni tengsl. í samþykktunum er talað um, að hreppabúnaðarfélögin myndi Stéttarsambandið. Nú vit- um við það, að búnaðarsamböndin eru sterkar félags- heildir, en formlega séð eru þau ekki liður í skipulagi Stéttarsambandsins. Eins og þetta kemur mér fyrir sjón- ir nú, væri það mikilvægasta skipulagsbreytingin, að þau kæmu þarna meira inn í þessa mynd en reglurnar g'era ráð fyrir. Það gæti styrkt þessi tengsl, sem ég var að ræða um, að þyrftu að aukast. Varðandi kjörmanna- fundina og samband Stéttarsambandsfulltrúanna við bændur, þá tel ég, að það þyrfti að auka, og ef halda á í þetta kjörmannakerfi, þá finnst mér lágmark, að kjör- mannafundir yrðu árlega. Því að eins og þetta er, þá eru það fyrst og fremst þessir kjörmannafundir á tveggja ára fresti, sem eru. tengslin á milli bænda og fulltrúanna. Það má eflaust finna heppilegra form á kjöri til Stéttar- sambandsfundar, en það er ekki víst, að sama fyrirkomu- lag henti alls staðar, það, sem best kynni að vera hér, á kannski illa eða síður við annars staðar. En ég' sé ekki neitt því til fyrirstöðu, að þetta gæti verið svipað og með Búnaðarþingskosningar, að heimilt sé að hafa mis- munandi form á þessu. Ég býst við t. d., að aðstæðum hér gæti hentað almenn kosning, bæði til Búnaðarþings og á Stéttarsambandsfundi. Að vísu eru tveir hreppar úr Suður-Þingeyjarsýslu í Búnaðarsambandi Eyjafjarð- ar, sem ekki mundu vera með við kosningu Stéttarsam- bandsfulltrúa. Þú nefndir, að hreppabúnaðarfélögin væru grunnein- ingar Stéttarsambandsins. Telur þú, að betra væri, að búnaðarsamböndin væru steinn í hleðslunni við upp- byggingu Stéttarsambandsins? Fyrir mínum sjónum er það svo, að ég tel það sterkara upp á félagsleg tengsl, ef það væri formlega gert ráð fyrir því, að búnaðarsamböndin kæmu inn í þessa mynd. Stéttarleg tengsl eða hagsmunaleg þurfi alveg eins að vera í samvinnu við búnaðarsamböndin eins og faglegu tengslin. 664 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.