Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1978, Síða 73

Freyr - 15.09.1978, Síða 73
PÁLL A. PÁLSSON: Riðuveiki eða riða í sauðfé Inngangur. Riðuveiki eða riða er hæggengur smitsjúk- dómur í sauðfé, sem veldur hrörnun í mið- taugakerfi sjúklingsins og dregur hann tii dauða á nokkrum vikum eða mánuðum eftir, að einkenna verður vart. Riðuveiki kemur nær aldrei fram í kindum yngri en vetur- gömlum. Sums staðar á landinu er orðið ,,riða“ notað um sjúkdóma alls óskylda riðuveiki, t.d. listeriosis, þ.e. súrheysveiki eða Hvanneyrarveiki, sem er bakteríusjúk- dómur, er leggst oft á miðtaugakerfið. í annan stað er ,,riða“ sums staðar notað um fjöruskjögur í unglömbum, en sá sjúkdómur stafar af skorti á kopar, svo miðtaugakerfi sjúklingsins þroskast ekki eðlilega. Loks var ,,riða“ allvíða notað um sjúkdóm þann, er hlotið hefur nafnið ,,visna“ og fylgdi í kjölfar mæðiveikinnar allvíða og er af sama toga. Hefur þessi ofnotkun orðsins ,,riða“ valdið óheppilegum ruglingi í hugum manna, að því er varðar hina eiginlegu riðu eða riðuveiki og sérkenni hennar. Riðuveiki í sauðfé hefur undanfarin ár náð fótfestu á nýjum svæðum hér á landi, þar sem hún var með öllu óþekkt fyrr. Á þessum stöðum breiðist veikin út jafnt og þétt og veldur sums staðar verulegu tjóni. Því var talin ástæða til að drepa stuttlega á það helsta, sem nú er vitað um sjúkdóm þennan, ef það mætti verða til þess, að menn áttuðu sig fremur en ella á sjúkdómn- um og gætu því betur reynt að verjast hon- um. Saga og útbreiðsla. Ekki er vitað með neinni vissu um það, hvenær riðuveiki varð fyrst vart hér á landi eða hvaðan veikin barst hingað. Sigurður Hlíðar rannsakaði útbreiðslu riðuveiki hér á landi árið 1912 á vegum stjórnvalda. í skýrslu sinni taldi Sigurður, að veikin hefði þá ekki verið kunn nema í rúm 30 ár og aðallega í Akrahreppi í Skagafirði, en þó var vitað um hana á tveimur bæjum vestan vatna. Ekkert var vitað með vissu um upp- runa veikinnar, þó sumir vildu setja hana í samband við hrút, sem fluttur var til Skaga- fjarðar frá Danmörku árið 1878, en út af þeim hrút, sem var af Oxford-Down kyni, var um tíma allmargt fé í Skagafirði og víðar. Úr Skagafirði telur Sigurður, að veikin hafi breiðst út, bæði vestur í Austur-Húna- vatnssýslu og austur í Eyjafjörð. Víða gerði riðuveiki verulegan usla, og hélst svo alveg fram að fjárskiptum, 1946—1949. Eftir því sem best er vitað, mun útbreiðsla hinnar eiginlegu riðuveiki á þessum tíma ekki hafa náð út fyrir svæði, sem markast af Vatnsdal að vestan og Fnjóskadal að austan. Þegar fjárskipti fóru fram á þessu svæði, svo sem F R E Y R 683
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.