Freyr

Årgang

Freyr - 15.09.1978, Side 77

Freyr - 15.09.1978, Side 77
forSast að láta féð ganga of þétt um burð- inn. Allir sauðfjáreigendur ættu að leggjast á eitt með að hefta útbreiðslu riðuveiki, því sjúkdómur þessi er einn sá allra illvígasti og hryllilegasti, sem þekktur er hér á landi, að ekki sé minnst á það mikla tjón, sem hann veldur. Reglugerfl um varnir gegn útbreiðslu riðuveiki (neurotrop virus) og kýlapest (bact. purifaciens) í sauðfé. 1. gr. Skylt er sauðfjáreigendum og þeim, sem hafa sauðfé undir höndum, hvar sem er á landinu, að tilkynna hlutaðeigandi oddvita (bæjarstjóra), ef riðuveiki eða kýlapest ger- ir vart við sig í fjárstofni þeirra, eða ef líkur eru til, að þessir sauðfjársjúkdómar séu til staðar. Skulu oddvitar hlutast til um, að fengin sé staðfesting Tilraunastöðvarinnar á Keld- um um, að hér sé um sjúkdóma þessa að ræða. Skal fylgja fyrirmælum Tilraunastöðv- arinnar um sendingar á sýnishornum og e. t.v. lifandi kindum, ef þurfa þykir, ásamt nákvæmri skýrslu um sjúkdóminn í hjörð- inni. Tilraunastöðin skal gefa sauðfjársjúk- dómanefnd skýrslu um sýkingarstaði svo oft sem þurfa þykir. 2. gr. Óheimilt er að selja eða flytja sauðfé til lífs eða dvalar frá bæjum, þar sem riðuveiki eða kýlapest hefur verið staðfest. Sama gildir um flutning á fullorðnu fé frá bæjum, sem lausir eru við fjárpestir þessartil þeirra býla eða staða, þar sem sjúkdómar þessir hafa verið staðfestir. Undanþágur frá þessu banni getur sauð- fjársjúkdómanefnd þó gefið að fengnu áliti yfirdýralæknis. 3. gr. Sauðfjársjúkdómanefnd er heimilt að fyrir- skipa, að sauðfé sé haft í sóttkví um lengri eða skemmri tíma, þar sem riðuveiki eða kýlapest gera vart við sig. Nefndin getur einnig fyrirskipað sérstak- ar litarmerkingar á sauðfé, þar sem sýking hefur fundist eða grunur leikur á um sýk- ingu. Enn fremur er nefndinni heimilt að fyrir- skipa varnarráðstafanir, svo sem sótthreins- un fjárhúsa og rétta, böðun sauðfjár, ónæm- isaðgerðir o.fl., eftir því sem þörf krefur og við á hverju sinni. 4. gr. Á bæjum, þar sem riðuveiki eða kýlapest gerir verulegt tjón, getur sauðfjársjúkdóma- nefnd heimilað hlutaðeigandi fjáreigendum niðurskurð á öllu sauðfé á bænum gegn hliðstæðum styrk á lömbin, sem þeir kaupa í stað fellda fjárins og greiddur hefur verið vegna tjóns af völdum garnaveiki, enda sé fyrirmælum nefndarinnar eða fulltrúa henn- ar um sótthreinsun og aðrar varúðarráð- stafanir fylgt í hvívetna. Óheimilt er að flytja lömb á heimilið fyrr en sótthreinsun er að fullu lokið. 5. gr. Ef riðuveiki verður vart í héraði, þar sem hún hefur ekki verið kunn áður eða veldur sérstaklega stórfelldu tjóni á einstöku bæ eða bæjum, getur sauðfjársjúkdómanefnd fyrirskipað niðurskurð alls sauðfjár á heim- ilum þessum, í þeim tilgangi að hefta út- breiðslu veikinnar. 6. gr. Sauðfjársjúkdómanefnd er heimilt að láta fara fram skoðun á sauðfé til þess að kanna útbreiðslu riðuveiki og kýlapestar og fyrir- skipa slátrun á sjúkum eða grunuðum kind- um á hvaða tíma árs sem er. F R E Y R 687

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.