Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.2004, Side 10

Freyr - 01.05.2004, Side 10
Jóhannes á Gunnarsstöðum, ásamt Steingrími, alþingismanni, bróður sinum i Havanna á Kúbu. Mynd af Che Guevara er á byggingunni í baksýn. elli- og dvalarheimili, grunnskóli og fleira mætti nefna sem styður búsetuna. Landssamtök SLÁTURLEYFISHAFA Nú tókst þú á síðasta ári við for- mennsku hjá Landssamtökum sauðjjárbœnda. Iivaða mál ber þar hœst? Ég tel að betri tök á markaðs- setningu dilkakjöts sé stærsta mál samtakanna. Þá hef ég m.a. í huga að komast út úr þeirri vitleysu, sem varð í kjötsölunni á síðasta ári og birtist í óraunhæfri verð- lækkun á kindakjöti sem ég tel að hafí að einhverju leyti verið sjálf- skaparvíti sláturleyfishafa. Það voru til sláturleyfishafar sem höfðu ekki bolmagn til að standa í slátrun og markaðssetningu og lentu í því að selja kjötið á mjög lágu verði og færa versluninni það á silfurfati. Ég held að menn hafi lært af þessari reynslu og að ró sé að fær- ast á markaðinn en þetta var jafn- framt dýrkeypt, bæði fyrir slátur- leyfíshafa og bændur. Lambakjöt- ið getur aldrei elt hvíta kjötið í verði. Það kemur að því að það er betra að selja ekki heldur en að selja á undirverði sem stenst ekki. Menn gera það aldrei til lengdar ef halda á greininni á floti. Lambakjötið virðist vera vin- sælt og áberandi í auglýsingum matvöruverslana. Lágt verð á lambakjöti virðist vera ákveðinn gæðastimpill á verslun og verð- lagningin virðist hafa goldið þess. Ullin? Staða ullarframleiðslunnar er snúin. Það hefur verið ákveðið að ullarþvottastöðin verði flutt norð- ur á Blöndós, ffá Hveragerði, og taki þar til starfa í haust. Istex hf. í Mosfellsbæ er í alltof stóru hús- næði og það er stefnt að því að selja hluta af því. Ullarmarkaðurinn er erfíður, heimsmarkaðsverðið er lágt. Að stærstum hluta eru greiðslur fyrir ull til bænda niðurgreiðslur frá ríkinu. Þær eru hugsaðar til að halda íslenskum ullariðnaði á floti en margir hafa unnið við hann beint og óbeint. Hefðu menn farið í það að greiða t.d. 50 kr. á kg ull- ar eða eitthvað svoleiðis þá er ljóst að bændur hefðu ekkert gert með það. Þá hefðu menn hætt að sinna ullinni og þessi iðnaður hefði hrunið. Þar er um að ræða framleiðslu á lopa og bandi sem svo er notað í voðir og alls kyns prjónaskap, þar sem peysumar em þekktastar. Margar konur hafa at- vinnu af því og t.d. erlendir ferða- menn kaupa mikið af þeim flík- um. Þær em nánast eitt af ein- kennum landsins í huga ferða- mannins. Skinniðnaðurinn? Þar hefur heimsmarkaðsverðið fallið, en þessi iðnaður nýtur hins vegar engra opinberra styrkja. Hér er hins vegar um að ræða innlend- an iðnað sem byggir á þessu hrá- efni og bændur eiga að stuðla að því að hann geti lifað. Aðalaíurð þessa iðnaðar er nú afhámð skinn sem seld em úr landi og þykja góð í yfirhafnir vegna þess hve léttar þær em. Eitthvað er um loðsútuð skinn sem einkum ferðamenn kaupa. Sauðfjársamningurinn Sl. vetur var mikið umræða um það meðal sauðfjárbœnda hvort endurskoða œtti núverandi sauð- fjársamning? Já, og niðurstaðan var sú að það væri ekki meirihluti fyrir því með- al þeirra eins og sakir standa. Menn mátu það þannig að leyfa núverandi samningi, sem gengur út árið 2007, að renna út sitt skeið. Ég teldi það misráðið að hræra í þessum samningi öðmvísi en að það yrðu þá gerðar breytingar til frambúðar. Ég tel hins vegar að tímabært væri að hefja þá vinnu nú þegar, eftir þvi sem það er hægt, og reyna að átta sig á því inn í hvaða umhverfi menn em að sigla. 110 - Freyr 4/2004

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.