Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.2004, Side 12

Freyr - 01.05.2004, Side 12
Afkvæmarannsóknlr á hrútum haustið 2003 austið 2003 voru unnar afkvæmarannsóknir á hrútum á vegum bún- aðarsambandanna um allt land með líku sniði og verið hefur í nokkur haust. Eins og áður þá studdi Framleiðnisjóður land- búnaðarins þessa starfsemi. Sú breyting var að vísu gerð að felldur var niður styrkur til svonefndra minni rannsókna sem unnar voru haustið 2002. Þær rannsóknir byggðu aðeins á skipulegri úrvinnslu á kjötmats- niðurstöðum. Um var að ræða mjög takmarkaðan styrk sem ekki var líklegt að skipti sköpum um hvort slíkar rannsóknir væru unn- ar eður ei. Þátttaka í rannsóknum með þessu sniði var heldur ekki það mikil haustið 2002 að það þætti gefa vísbendingar um að þetta form rannsókna ætti veru- legan hljómgrunn meðal bænda. Eins og síðar kemur fram þá virð- ist þetta form rannsókna sárlítið hafa verið unnið hjá búnaðarsam- böndum haustið 2003. Hér verður ekki farið í almenna umfjöllun um framkvæmd og gildi afkvæmarannsóknanna held- ur vísað til hliðstæðra greina um þær á undanfömum ámm. Hér skal einungis lögð áhersla á að þessar rannsóknir snúast aðeins um kjötgæði sláturlamba undan hrútunum og þannig aðeins hluta þeirra eiginleika sem ræktunar- starfíð í sauðtjárræktinni beinist að. Það er einnig alveg ljóst að með starfsemi, sem hefur jafn víð- femt og margbreytilegt umfang, verður framkvæmdin talsvert breytileg. Það verður aldrei of vel brýnt fyrir öllum aðilum sem að framkvæmd rannsóknanna koma að niðurstöður þeirra geta aldrei orðið áreiðanlegri né betri en framkvæmd starfsins gefúr tilefni til. Umtalsverðs ræktunarárangurs er ekki að vænta nema af þeim rannsóknum sem eru fram- kvæmdar af nákvæmni og skila þannig traustum niðurstöðum. Eins og fram kemur í textanum hér á eftir þá eru hins vegar mjög mörg dæmi um það að ræktunar- árangur á grundvelli þessara rann- sókna er þegar orðinn mjög greinilegur. Það er ljóst að áhersl- ur á næstu árum eiga að snúa bæði að því að auka umfang þessa starfs en um leið að leggja áherslu á vandaða framkvæmd rannsókn- anna. Tafla f gefúr yfirlit um fram- kvæmd rannsóknanna haustið 2003. Þar kemur fram að rann- sóknir voru gerðar á samtals 174 búum og teknir þar til dóms sam- tals 1458 afkvæmahópar. Þetta er í samanburði við árið áður fækk- un um 10 bú sem vinna slíkar rannsóknir en hins vegar Qölgar afkvæmahópunum lítillega. Það segir að hópamir em jafnstærri en áður. Slíkt e r jákvæð þróun. A það skal lögð áhersla að af- kvæmarannsóknir em dýrari ræktunaraðferð í framkvæmd en flestar aðrar leiðir sem beita má í ræktunarstarfinu. Þess vegna er eðlilegt að um leið leggi þeir sem að þeim vinna áherslu á það að að þeim sé staðið á þann veg að ávinningur starfsins geti orðið sem mestur. Mesti ávinningur við afkvæmarannsóknir er að þannig fæst yfírleitt ömggara mat á ein- Tafla 1. Umfanq afkvæmarannsókna haustið 2003 Stærri Bú Hópar Minni Bú Hópar Vesturland 30 270 Vestfirðir 11 104 Strandir 22 180 V-Hún. 20 160 A-Hún. 14 123 Skagafjörður 25 201 Eyjafjörður 4 31 S-Þing. 6 47 N-Þing. 13 117 Múlasýslur 5 37 5 48 A-Skaft. 4 35 Suðurland 20 153 3 17 Samtals landið: 174 1458 8 65 112 - Freyr 4/2004

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.