Freyr - 01.05.2004, Side 13
staklingana sem verið er að af-
kvæmadæma en mögulegt er að
fá með öðrum aðferðum. Hins
vegar er það ekki nægjanlegt til
að fá ræktunarlegan ávinning að
hafa nákvæmt mat um einstak-
lingana sem velja skal á milli.
Heildarávinningurinn er einnig
háður því hve miklum úrvalsyfír-
burðum er unnt að ná. Þar er veik-
leiki afkvæmarannsóknanna hins
vegar verulegur. Einstaklingar,
sem er að velja á milli á grund-
velli rannsóknar, eru yfirleitt fáir
þannig að ekki næst neinn hlið-
stæður úrvalsstyrkur og hægt er
t.d. að ná fram í einstaklingsúr-
vali. Þess vegna er það feikilega
mikilvægur þáttur að í rannsókn
séu það margir hrútar að mögu-
legt sé að framkvæma talsvert úr-
val á grundvelli fenginna niður-
staðna. Þetta eru meginrök þess
að lágmarksmörk fyrir styrkhæfar
rannsóknir voru hækkuð haustið
2002. I raun eru afkvæmarann-
sóknir það mikil framkvæmd að
þær eiga vart rétt á sér nema unnt
sé að framkvæma nokkurt úrval á
grundvelli þeirra. Þar eru þau
mörk sem nú eru um sex hrúta í
rannsókn að lágmarki vafalítið
þau neðstu mörk sem skynsam-
legt er að hafa.
Til viðbótar voru unnar minni
rannsóknir sem aðeins byggja á
kjötmatsniðurstöðum á átta búum
og í þeim rannsóknum fengust
dómar um 65 afkvæmahópa.
Eins og eðlilegt er þá eru það
fyrst og fremst ungir hrútar sem
verið er að afkvæmaprófa í þess-
um rannsóknum. Þannig eru um
40% hrútanna í rannsóknunum
veturgamlir og um 30% til við-
bótar eru tveggja vetra gamlir
hrútar. Eðlilegt er að talsverður
fjöldi af eldri hrútum slæðist með
í rannsóknimar. Hvatt hefur verið
til að hafa þar með eldri reynda
hrúta sem viðmiðunargrunn
þannig að auðveldara sé að meta
hvort eðlilegt sé að þeir þoki fyr-
ir yngri og þá öflugri gripum. A
minni búunum verða þessar rann-
sóknir ekki heldur gerðar nema
þar sé allur hrútakostur búsins
látinn keppa innbyrðis. I þriðja
lagi er alltaf nokkur Qöldi af bú-
um sem eru að gera þessar rann-
sóknir í fyrsta skiptið eða rann-
sóknir em aðeins gerðar á nokk-
urra ára fresti og eðlilega mæta
þar til leiks eldri hrútar á þessum
búum.
Bræðrahópar
í RANNSÓKNUNUM
Eins og ætíð þá em synir sæð-
ingarstöðvahrútanna mjög fyrir-
ferðarmiklir í rannsóknunum og
þar koma fram undan mörgum af
þessum hrútum það stórir bræðra-
hópar að ástæða er til að horfa að-
eins nánar á stöðu þeirra.
Gömlu kappamir, Mjaldur 93-
985 og Moli 93-986, áttu sinn síð-
asta árgang í hópi veturgömlu
hrútanna haustið 2003 en þeir
vom fremur fáir undan báðum
þeirra þannig að meira ber á eldri
sonum þessara hrúta í rannsókn-
unum. Mjaldur á þama á þriðja
tug sona sem er talsvert misjafn
hópur og í heildina í tæpu meðal-
lagi en undan honum hafa samt
alltaf verið að koma fram feiki-
lega sterkir kynbótahrútar. Undan
Mola em um fjórir tugir hrúta og
eins og ætíð em margir af þessum
hrútum að sýna góðar niðurstöður
þó að yfirburðir þeirra núna séu
snöggtum minni en áður hefur
verið vegna þess að synir yngri
hrútanna hafa tekið stöðu þeirra
og vikið Molasonunum til hliðar.
Tveir synir Mola er nú komnir í
hóp stöðvahrúta sem þama eiga
stóran sonahóp. Undan Nála 98-
870 em um þrír tugir veturgam-
alla hrúta. Þessir hrútar sýna tals-
vert breytilega niðurstöðu og alls
ekki jafn góða og vænst var af
honum og fremur fáir afgerandi
toppar koma fram undan honum.
Bessi 99-851 á hálfan annan tug
sona og em nokkrir af sonum hans
að koma fram sem mjög sterkir
kynbótahrútar. Hjá sonum hans
em mælingar og mat á lifandi
lömbum oft að skila heldur meim
í yfirburðum hjá þeim en kjöt-
matshlutinn í rannsókninni.
Náli er þegar nefndur af Hest-
hrútunum úr þessum hópi ætt-
feðra. Bjálfi 95-802 á nokkuð á
þriðja tug sona í rannsóknunum
haustið 2003. Yfirleitt em þessir
hrútar að skila fremur slökum
niðurstöðum og nánast ekkert
kemur fram af mjög öflugum
hrútum undan honum að þessu
sinni. Jafnaldri hans, Mölur 95-
812, á um tug sona og em þeir að
koma út í heild mjög nærri með-
altali og fram koma verulega
sterkir hrútar undan honum.
Sekkur 97-836 á þama einna fles-
ta syni eða hátt í fjóra tugi. Synir
hans em að sýna vemlega breyti-
lega niðurstöðu en undan honum
koma fram allmargir feikilega
öflugir hrútar eins og vikið er að í
textanum hér á eftir. All 00-868 á
um tvo tugi af veturgömlum son-
um sínum í rannsókn. Þessir hrút-
ar era mjög margir að skila stór-
glæsilegum niðurstöðum og mun
leitun á bræðrahópi þar sem fram
hafa komið jafn margir feikilega
öflugir kynbótahrútar á einu
hausti en um marga af þessum
hrútum er fjallað nánar hér á eftir.
Lóði 00-871 á álíka marga syni
og AIl í rannsóknunum. Hrútamir
undan honum sýna miklu breyti-
legri niðurstöður, fram koma öfl-
ugir hrútar, en of margir sýna líka
slakar niðurstöður. Nokkuð ber á
því að ómmælingar hjá lömbum
undan Lóðasonunum séu heldur í
lægri kantinum en sterki þátturinn
hjá flestum þeirra er hagstætt fitu-
mat hjá sláturlömbum undan
þeim.
Annar mjög fyrirferðarmikill
Freyr 4/2004 - 13 |