Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.2004, Qupperneq 20

Freyr - 01.05.2004, Qupperneq 20
efstur Sekksonur 01-041 með 120 í heildareinkunn fyrir mjög vel gerðan lambahóp. Eins og nafnið gefur vísbendingar um er hann undan Sekk 97-836. A Ospaksstöðum stóð efstur Prúður 01-141 með 134 í heilda- reinkunn en yfirburðir hjá honum voru fyrst og fremst sóttir í óm- mælingar á lömbunum lifandi. A Reykjum stóð efstur hrútur 01- 038 með 131 í heildareinkunn þar sem yfirburðir voru glöggir fyrir báða þætti í rannsókn og fitumat hjá lömbum undan honum mjög hagstætt. Þessi hrútur er sonur Hörva 99-856. I Finnmörk var Kroppur 01-380 líkt og árið áður í efsta sætinu með 138 í heildareinkunn. Tanni 01-384 sýndi sömuleiðis ágæta út- komu og fékk 125 í heildarein- kunn. Pottur 01-003 stóð langefstur hrútanna á Ytri-Reykjum í rann- sókninni þar með 135 í heildarein- kunn en kjötmat sláturlamba var afbragðsgott og fékk hann 151 úr þeim hluta rannsóknarinnar. Þessi hrútur er undan Hnokka 97-855. 1 afkvæmahópunum á Urriðaá voru eins og undanfarin ár feiki- lega vel gerð lömb en eins og oft er á þeim búum þar sem gerðin er allra best og ræktun í stofni mikil kemur fram minni munur á milli afkvæmahópa en á mörgum öðr- um búum. Tveir hrútar stóðu efst- ir með 114 í heildareinkunn. Sei- fur 00-015 sótti yfirburði sína öðru fremur í góðar mælingar á lifandi lömbum en hjá Stíl 02-011 voru yfírburðimir fyrst og fremst í miklu hagstæðara fítumati en hjá lömbum undan hinum hrútunum. Seifur er undan Prúði 94-834 en Stíll hins vegar undan Áli 00-868. Á Neðri-Torfústöðum stóð Hnoðri 99-022 efstur með 120 í heilda- reinkunn og staðfesti góðar niður- stöður úr rannsóknum á síðustu árum en yfirburðir hans eru öðm fremur í góðu fitumati slátur- lamba undan honum. Þessi hrntur er sonur Kóps 95-825. Á Sauðá skipaði efsta sæti Glöggur 01-131 með 125 íheilda- reinkunn fyrir vöðvaþykk og vel gerð lömb og væn en samt heldur léttari en undan öðmm hrútum í rannsókninni. Hann er undan Voða 98-230 sem reynst hefur ágætlega á Sauðá og móðurfaðir Glöggs er Bjálfi 95-802. Á Sauða- dalsá var langefstur Kópur 02-180 með 132 í heildareinkunn með feikilega öflugan og vel gerðan hóp lamba. Hann er sonur Lopa 01-177 en móðurfaðir hans er Klængur 97-839. Á Bergsstöðum á Vatnsnesi var að vanda mikil rannsókn og með- altal fyrir allmarga afkvæmahóp- anna þar fyrir gerð úr kjötmati var 11 eða hærra, þ.e. betra en U að jafnaði. Efstur í þessari rannsókn var Nagli 02-088 með 116 í heildareinkunn. Þessi úrvalshrútur er sonur Nála 98-870 en móður- faðir, Deli 98-094, hefur reynst feikilega vel í hinu öfluga ræktun- arstarfi á þessu búi. í Saurbæ var í efsta sæti Máni 01-194 með 121 í heildareinkunn og sótti mesta yf- irburði í þykkan bakvöðva af- kvæmanna við ómsjármælingu, en einnig var mat fyrir gerð mjög gott hjá lömbum undna honum. Hrútur þessi er sonur Túla 98-858. I Víðidalstungu II voru tveir af- kvæmahópar sem sköruðu fram úr. Hnöttur 01-026 var með 124 i heildareinkunn fyrir mjög góðan lambahóp þar sem meira af yfir- burðunum kom frá mati og mæl- ingu á lifandi lömbum. Hnöttur er frá Bassastöðum undan Bangsa 00-277 og móðurfaðir hans er Boði 97-310. Askur 02-030, sem var með 122 í heildareinkunn, sótti yfirburði hins vegar miklu meira í kjötmatsþáttinn og einkum var fitumat fyrir sláturlömbin undan honum ótrúlega hagstætt miðað við þunga þeirra. Askur er sonur Arfa 99-873 en móðurfaðir hans er Héli 93-805. I Miðhópi báru af hópar undan tveimur veturgömlum hrútum sem báðir eru synir Stúfs 97-854. Hrútur 02-186 var með 143 í heildareinkunn og hvorki meira né minna en 174 úr kjötmatshlut- anum í rannsókninni enda kjötmat lamba undan honum frábært. Móðurfaðir þessa hrúts er Styrmir 98-171. Hrútur 02-194 fékk 131 í heildareinkunn og stóð jafnt að vígi á báðum þáttum rannsóknar- innar með ákaflega góð slátur- lömb. Móðurfaðir þessa hrúts er Bauti 97-165 sem var frá Smá- hömrum. Austur-Húnavatnssýsla Þessi þáttur ræktunarstarfsins hefúr verið að eflast með hverju ári í sýslunni og haustið 2003 voru rannsóknir gerðar á samtals 14 búum þar sem 123 afkvæma- hópar fengu sinn dóm. Á Hofi í Vatnsdal var efstur Larfí 02-175 með 121 í heilda- reinkunn en Salómon 02-173 fékk 120 fyrir sinn lambahóp. Larfí er sonur Arfa 99-873 en Salómon undan Bola 99-874. í Sunnuhlíð stóð efstur í rannsókninni Hnokki 01-669 með 130 í heildareinkunn en næstur honum kom Þorri 01- 667 með 123 í heildareinkunn. I rannsókn í Grímstungu var efstur Lalli 96-316 með 136 í heildarein- kunn. Á Akri voru feikilega glæsilegir afkvæmahópar undan hrútum í rannsókn, ekki afgerandi munur á hrútunum í heildareinkunn en hjá sláturlömbum undan tveimur hrútanna var meðaltal i mati fyrir gerð yfir 11 en það voru lömbin undan Dreng 02-491 og Grettir 02-489, sá fyrmefndi sonarsonur og hinn sonur Túla 98-858. Ein- hver allra umfangsmesta rannsókn haustsins var unnin á Stóru-Giljá 120 - Freyr 4/2004

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.