Freyr - 01.05.2004, Síða 22
fömum ámm en em nú slegnir út
af sameiginlegum afkomenda eins
og skipulegt ræktunarstarf á að
skila.
Mjög afgerandi yfirburðir komu
fram í öllum þáttum rannsóknar-
innar hjá Bassa 02-202 í Keflavík
sem var með 146 í heildarein-
kunn. Þessi topphrútur er undan
Túla 98-858. Einnig var útkoma
fyrir lambahópinn undan Kela 00-
206 mjög góð en hann var með
125 í heildareinkunn en Keli er
sonur Frissa 96-201 sem margoft
hafði sýnt mjög góðar niðurstöður
í sams konar rannsóknum á fyrstu
ámm þeirra.
í Hofsstaðaseli var besta út-
koman hjá Y1 98-520 sem fékk
123 í heildareinkunn en það var
öðm fremur gott fítumat og þykk-
ur bakvöðvi sem skilaði honum
þessum niðurstöðum. A Melstað
var efstur Bakki 02-332 með 124 í
heildareinkunn og það vom sömu
eiginleikar sem yfirburðir lamba
hans fólust í eins og hjá afkvæm-
um Yls í Hofsstaðaseli. A Oslandi
var langöflugasti hópur í rannsókn
gagnvart öllum þáttum í rannsókn
hópurinn undan Tíma 01-323 en
hann fékk 127 í heildareinkunn
fyrir hópinn. Þessi hrútur er sonur
Túla 98-858.
Eins og á undanfömum ámm
var mjög umfangsmikil rannsókn
unnin á Brúnastöðum í Fljótum.
Efsta sætið féll í hlut Fíkils 02-
033 með 122 í heildareinkunn fyr-
ir ágætan lambahóp. Þessi hrútur
er undan Óskari 00-037 sem sjálf-
ur hefur fyrr sýnt afgerandi niður-
stöður í rannsókn en móðurfaðir
hans er Hörvi 92-972.
Eyjafjörður
Þessi þáttur ræktunarstarfsins
hefúr verið í nokkm undanhaldi á
síðustu árum og haustið 2003
vom aðeins unnar rannsóknir á
fjórum búum þar sem 31 af-
kvæmahópur var tekinn til dóms.
Á Ytri-Bægisá II sýndi lamba-
hópur undan Prins 01-147 mjög
afgerandi yfirburði með 127 í
heildareinkunn fyrir afkvæmin, en
í rannsókn árið áður stóð hann í
öðm sæti hrútanna á búinu. Þessi
kynbótahrútur er sonur Prúðs 94-
834 en í móðurætt afkomandi
Stera 92-323 á Heydalsá eins og
fleiri topphrútar á þessu búi á síð-
ustu ámm. Á Neðri-Vindheimum
var annar sonur Prúðs 94-834 í
efsta sætinu, sá heitir Trúður 01-
213 og vom yfírburðir lamba-
hópsins undan honum feikilega
miklir því að hann var með 146 í
heildareinkunn, en fyrir kjötmats-
hluta fékk hann 169.
I Laufási var umfangsmikil
rannsókn þar sem efstur stóð
Banki 02-039 með 121 í heilda-
reinkunn. Þessi hrútur er sonu
Bessa 99-851. Þá var Pjakkur 00-
030 með 118 í heildareinkunn, yf-
irburðir allir sóttir í kjötmatshluta
rannsóknarinnar. Pjakkur er frá
Holti í Þistilfirði, sonur Blóma
96-695 á Hagalandi, og má minna
á að Pjakkur stóð efstur í rann-
sókn í Laufási haustið 2001.
Suður-Þingeyjarsýsla
Fremur var samdráttur í þessum
þætti ræktunarstarfsins á þessu
svæði haustið 2003 og þá gerðar
rannsóknir á 6 búum þar sem hóp-
ar undan 47 hrútum komu til
dóms.
I Vatnsleysu var allstór rann-
sókn þar sem efstur stóð Jökull
02-609 með 119 í heildareinkunn,
en þessi hrútur er frá Stór-Tjöm-
um undan Stapa 01-091 og því
sonarsonur Prúðs 94-834. Stuðull
02-460 á Hlíðarenda er einnig frá
Stóru-Tjömum hálfbróðir Jökuls í
Vatnsleysu, en hann stóð langefst-
ur í rannsókn á Hlíðarenda með
124 fyrir mjög góðan lambahóp.
Á Lækjarvöllum skipaði efsta
sætir Þróttur 98-151 með 121 í
heildareinkunn en hann hefur oft á
síðustu ámm verið í efsta eða ein-
hverjum efstu sætanna í rannsókn
á búinu. Þessi hrútur er frá Litlu-
Ávík á Ámeshreppi sonur Magna
97- 052. Hann fékk harða keppni
frá lambahópi undan Roða 01-168
sem var með 119 í einkunn fyrir
þann hóp en hrúturinn sá er sonur
Malar 95-812 og stutt í móðurætt
að sækja í Hnykk 91-958.
í Ystahvammi var Spaði 01-236
í miklum sérflokki en hann fékk
125 í heildardóm þar sem hlutur
kjötmatsins í einkunn var 149, en
lömbin undna honum var með af-
bragðsgott kjötmat. Þessi hrútur
er undan Túla 98-858.
1 allstórri rannsókn á Litlu-
Reykjum skiptust hrútamir mjög í
tvo flokka. Efstur stóð Punktur
01-211 með 133 í heildareinkunn,
en þessi hrútur er afkomandi Gosa
91-945 í föðurætt en dóttursonur
Bjálfa 95-802, en kostir Punkts
sem kjötgæðahrúts komu strax í
ljós haustið 2002 þegar hann stóð
efstur hrútanna þá í minni rann-
sókn. Tveir aðrir hrútar, Kubbur
01-210 og Forði 02-217, vom
einnig með mikla yfírburði, fengu
báðir 120 í heildareinkunn fyrir
hópa sína. Kubbur er sonur Túla
98- 858 en dóttursonur Blævars
90-974, en Forði er sonur Sjóðs
97-846.
Norður-Þingeyjarsýsla
Þar í sýslu var heldur samdrátt-
ur í þessu starfí haustið 2003 frá
árinu áður þegar umfang þessara
rannsókna var í hámarki, en af-
kvæmarannsóknimar hafí orðið
öflugur þáttur ræktunarstarfsins á
þessu svæði frá því að þær hófúst
á þessu formi haustið 1998.
Haustið 2003 voru rannsóknir
unnar á 13 búum í sýslunni og
vom í þessum rannsóknum sam-
tals 117 afkvæmahópar.
Rannsókn vegna sæðingar-
stöðvanna í Norður-Þingeyjar-
sýslu var að þessu sinni á Bjama-
122 - Freyr 4/2004