Freyr

Volume

Freyr - 01.05.2004, Page 23

Freyr - 01.05.2004, Page 23
stöðum. Þetta var um leið um- fangsmesta rannsókn sem þannig hefur verið gerð til þessa. I rann- sókninni voru átta aðkomuhrútar, úrvalshrútar af öllu svæðinu aust- an Jökulsár á Fjöllum, auk sjö heimahrúta. Þegar niðurstöður lágu fyrir voru þær hins vegar langt í frá eins skýrar og alla jafn- an hefur verið í þessum rannsókn- um. Það sem samt var augljóst var að þama hafði náðst saman til rannsóknar feikilega mikið hrúta- val. Lömbin voru mörg með af- brigðum vel gerð, vöðvaþykk og vel vaxin. Við slátrun fékkst hins vegar staðfest að fitusöfnun var meiri en æskilegt hefði verið hjá of stórum hluta lambanna. Sam- ræmi á niðurstöðum úr skoðun lif- andi lamba og kjötmats voru minni en yfirleitt gerist og skýrist það af fítumatinu sem var á þess- um lömbum. Eins og þegar er sagt var ljóst að þama var hópur af feikilega öflugum kynbótahrút- um. Akveðið var að taka þrjá þeir- ra til notkunar á stöð. Otur 00-910 frá Reistamesi, en sem fæddur er í Leirhöfn, fékk í heildareinkunn 102 þegar byggt var á skoðun hrútlamba en 111 þegar gmnnur- inn var skoðun gimbranna. I kjöt- mati var hann með best meðaltal fyrir gerð eða 9,8, lömbin vom mjög væn en fítumat ekki nægjan- lega hagstætt þar sem meðaltal var 8,7. Otur hafði undangengin ár verið notaður feikilega mikið í Reistamesi og verið þar að gefa fremur hagstætt fitumat. Við mat á lifandi lömbum vom mörg þeirra frábær að gerð og hópur úrtöku- góðra hrútsefna undan honum. Otur er sonur Túla 98-858. Úði 01-912 frá Sveinungsvík fékk í heildareinkunn 116 fyrir hrútlömb og 117 fyrir gimbrar en yfírburðir hans vom fyrst og fremst fengnir í kjötmatshluta rannsóknar þar sem hann var með 138 í einkunn. Kjöt- mat lamba undan honum var því Hækill 02-906, frá Bjarnastöðum í Öxarfirói. hagstæðar en hjá flestum hrútun- um í rannsókninni og einkum var fitumat hagstæðara en hjá lömb- um undan hinum hrútunum. Hins vegar voru ómvöðvamælingar lamba undan honum undir meðal- tali i rannsókninni. Rétt er samt að taka fram að þessi lömb sýndu mjög góðar mælingar en veruleg- ur hluti lamba í rannsókninni var í þeim efnum að sýna frábærar nið- urstöður. Úði er undan Leka 00- 880 og dóttursonur Hnykks 91- 958. Þriðji stöðvarhrútur úr rann- Otur 00-910, frá Leirhöfn á Sléttu, (keyptur frá Reistarnesi á Sléttu). Freyr 4/2004 - 23 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.