Freyr - 01.05.2004, Side 24
Úði 01-910, frá Sveinungsvík i Þistilfirði.
sókninni varð Hækill 02-906.
Hann fékk 118 í heildareinkunn á
grunni hrútlamba og 133 þegar
gimbrarnar mynduðu grunninn.
Lömbin undan honum voru heldur
léttari en lambanna í rannsókninni
sem heild, þau höfðu mjög gott
mat fyrir gerð og einna hagstæð-
ast fitumat af öllum lömbunum.
Við skoðun á lömbunum lif-
andi kom fram mikið af gríðar-
lega vel gerðum lömbum undan
Hækli og sérstaklega var stór
hluti gimbranna hrein djásn að
gerð. Hækill er sonarsonur Prúðs
94-834 og í móðurætt stendur að
baki honum hópur þekktra sæð-
ingarstöðvahrúta frá Hesti. Fjöl-
margir fleiri hrútar í rannsókn-
inni voru með mjög athyglis-
verða afkvæmahópa. Sveinungs-
víkurhrútarnir Laxi 01-155 og
Sopi 01-156 voru báðir að gefa
mjög væn og feikilega vel gerð
lömb en fítumat hjá sláturlömb-
um undan þeim var ekki nægjan-
lega hagstætt. Einnig voru Vasi
01-370 í Leirhöfn og Snáði 01-
245 í Brekki báðir að gefa úrvals-
gerð í afkvæmum sínum. Af
heimahrútum var, til viðbótar við
Hækil, Fengur 02-151 að gefa
mjög hagstætt kjötmat en vöðva-
þykkt við ómsjármælingar var
talsvert undir meðaltali hjá lömb-
unum undan honum. Fengur er
sonur Lóða 00-871 og dótturson-
ur Austra 98-831.
1 rannsókn á Víkingavatni voru
tveir hópar með afgerandi yfir-
burði. Nýihjarði 02-117 var með
126 í heildareinkunn fyrir lamba-
hóp þar sem heldur meira af yfír-
burðum komu frá mati og mæl-
ingu á lifandi lömbum. Þessi hrút-
ur er undan Lóða 00-871 og frá
Hjarðarfelli eins og nafn gefur til
kynna. Smiður 00-105 var með
122 í heildareinkunn en einkum
var feikilega hagstætt fítumat
lamba undan honum og kjötmats-
hluti rannsóknar gaf 149. Smiður
var í efsta sæti í rannsókn á búinu
á síðasta ári. Hann er sonur Sekks
97-836 og móðurfaðir hans er
Hjarði 95-597 frá Hjarðarfelli, en
blöndun þama með fé frá Hjarðar-
felli virðist hafa skilað mjög
miklu.
1 stómm hrútahópi í Hafrafells-
mngu bar af hópur undan einum
syni Leka 00-880 og heitir sá
Fleki 02-109 og fékk 116 í heilda-
reinkunn fyrir lambahópinn sem á
allan hátt var mjög öflugur. Móð-
urfaðir Fleka er Njóli 93-826, sem
á sínum tíma var fenginn á stöð
frá Hafrafellstungu. Á Ærlæk var
mikill fjöldi hrúta í rannsókn og
tveir sem þar skám sig úr, báðir
með 120 í heildareinkunn fyrir
mjög jafna hópa. Þetta voru
Stubbur 00-157 frá Bjamastöðum
undan Bæti 98-554 en hitt Laxi
01-155 frá Sveinungsvík undan
Tóta 98-846 í Leirhöfn og dóttur-
sonur Bjálfa 95-802.
Á Presthólum stóðu efstir tveir
synir Leka 00-880. Annar heitir
Geisli 02-203 og var með 123 í
heildareinkunn fyrir lambahóp
þar sem mestu kostir voru mikilli
þroski, feikilega þykkur bak-
vöðvi og góð lærahold. Oðinn
02-417 var með 120 í einkunn
þar sem allir yfirburðir vom í fá-
dæma góðu kjötmati þar sem ein-
kunn hans var 166 en sláturlömb-
in undan honum vom léttari en
undan öðmm hrútum í rannsókn-
inni. Móðurfaðir Oðins er Þrasi
99-401. Tuði 01-369 stóð á toppi
í rannsókninni í Leirhöfn með
119 í heildareinkunn og var hann
nákvæmlega jafnvígur á báða
þætti rannsóknarinnar. Tuði er
einn af ágætum sonum Prúðs 94-
834 en móðurfaðir hans er Peli
93-989.
I Sveinungsvík vom átta öflugir
veturgamlir hrútar í samanburði
og feikilega glæsilegir lambahóp-
ar. Gambri 02-203 var efstur af
þessum öflugu hrútum með 116 í
heildareinkunn en yfírburðir
lambanna undan honum vom allir
í miklu hagstæðara fiturmati en
undan hinum hrútunum. Gambri
er undan Leka 00-880. Lómur 02-
205 var með 115 í heildareinkunn
og var hann mjög jafn á öllum
þáttum rannsóknarinnar. Þessi
124 - Freyr 4/2004