Freyr - 01.05.2004, Qupperneq 25
hrútur er sonur Lóða 00-871 en
dóttursonur Túla 98-858.
Á Ytra-Álandi staðfesti Köggull
01-070 góða niðurstöðu úr minni
rannsókn árið áður en hann fékk
119 í heildareinkunn nú. Köggull
er frá Snartarstöðum undan Mola
93-986.
í Hagalandi var Krani 02-153
með skýra yfírburði í rannsókn-
inni með 122 í heildareinkunn.
Hann skilaði áberandi þroska-
miklum og vel gerðum lömbum.
Þessi úrvalshrútur er sonur Leka
00-880 og dóttursonur Vafa 97-
731. í Garði var ijöldi hrúta í
rannsókn og þar skipaði Ari 02-
255 efsta sætið með yfirburðum,
með 130 í heildareinkunn og
mjög öflugur á báðum þáttum
rannsóknarinnar. Þessi hrútur er
frá Hagalandi undan Glófa 98-
154.
Á Ytra-Lóni kom toppurinn í
hlut Nökkva 02-007 með 133 í
heildareinkunn fyrir glæsilegan
afkvæmahóp þar sem kjötmat var
afbragðsgott. Þessi hrútur er úr
Laxárdal undan Jafet 00-923 sem
gerði garðinn þar frægan haustið
2001 í hliðstæðri rannsókn.
Á Sauðanesi komu allir og það
feikilega miklir yfírburðir fram
hjá afkvæmum Roða 00-014 sem
var með 156 í heildareinkunn.
Þessir feikilegur yfirburðir voru
að þessu sinni jafnir á báða þætti
rannsóknarinnar. Þessi hrútur
hafði undangengin haust staðið
efstur í rannsókninni á Sauðanesi
og veturgamall verið að sýna við-
líka yfirburði og nú en haustið
2002 var fitumatið ekki jafn hag-
stætt og haustið 2001 og 2003.
Þessi yfirburðakind er ekki neinn
tilviljunargripur því að hann er
ffá Sveinungsvík og tvílembings-
bróðir Leka 00-880. Haustið
2004 fær hann tækifæri til að
staðfesta yfirburði sína enn frekar
í afkvæmarannsókn fyrir stöðv-
amar.
Múlasýslur
Á þessu fjármarga svæði vom
stærri rannsóknir aðeins unnar á
fimm búum þar sem 37 afkvæma-
hópar komu til dóms. Auk þess
vom minni rannsóknir unnar á
fimm búum. Ljóst er að ftill þörf
væri á þvi að gera þennan þátt
ræktunarstafsins enn umfangs-
meiri á þessu svæði. Fjöldi af
stómm ljárbúum, þar sem kostir
skipulegra afkvæmarannsókna
eiga að geta nýst, er það mikill á
þessu svæði. Vegna nýafstaðinna
fjárskipta á stómm hlutum svæð-
isins veróa menn þama meira en
víða að byggja mikið á ræktun á
eigin búi og einmitt við þær að-
stæður hljóta skipulegar af-
kvæmarannsóknir að vera verk-
færi sem eðlilegt er að grípa til á
stærri fjárbúum.
Á Hauksstöðum hjá Baldri
voru afgerandi yfirburðir fyrir
lambahóp undan Mána 01-401
sem fékk fyrir hann 132 í heilda-
reinkunn. Þessi ágætishrútur er
sonur Hörva 99-856 en móður-
faðir hans er Kollur 97-085 sem
sýnt hefur afbragðsniðurstöður í
rannsóknum á síðustu áram. I
minni rannsókn, sem gerð var
hjá Friðbirni á Hauksstöðum,
stóð langefstur Spakur 01-262
með 146 í einkunn en þessi hrút-
ur er sonur Ljóra 95-828 og
skorar eins og vænta má ákaflega
sterkt á mjög hagstæðu kjötmati.
Á Refsstað komu allir yfirburðir
í rannsókninni í hlut Bjarts 00-
755 sem fékk 131 í heildarein-
kunn og kom þar rækilega stað-
festing á niðurstöður hans úr
rannsóknum á tveimur undan-
gengnum árum. Bjartur er sonur
Læks 97-843.
Á Lynghóli var efstur hrútanna
Taui 02-179 með 125 í heilda-
reinkunn fyrir lömb sem höfðu
greinilega þykkari vöðva en af-
kvæmi hinna hrútanna. Taui er
sonur Stapa 98-866. Arinn 01-
170 var með 120 í heildarein-
kunn og byggðust allir yfirburðir
hans á alveg ótrúlega hagstæðu
fitumati lamba undan honum en
þar koma fram ættareinkenni
hans því að hann er sonur Ljóra
95-828. í Gilsárteigi hjá Sigur-
birni stóð efstur Klettur 00-062
með 125 í heildareinkunn en yfir-
burðir hans í kjötmati vom feiki-
legir því að í þeim hluta rann-
sóknar var einkunn hans 160.
Þessi hrútur er undan Páli 99-062
og þannig sonarsonur Möttuls
94-827.
í minni rannsókn í Rauðholti
voru miklir yfirburðir hjá Oðni
01-144 sem var þar langefstur
með 145 í einkunn en hrútur
þessi er undan Stampi 99-116
sem sýndi afgerandi yfirburði
veturgamall i rannsókn þarna og
hefur skilað góðum afkomendum
en hann var afkomandi Dropa
91-975. í Stóru-Breiðuvík var
einnig unnin minni rannsókn og
þar voru veturgömlu hrútarnir
með alla yfirburði. Glær 02-350,
sem er undan Glæ 97-861, var
með 162 í einkunn enda feiki-
lega hagstætt fitumat á slátur-
lömbum undan honum. Þá var
Hnípill 02-375 með 140 í ein-
kunn en hann er undan Sjóði 97-
846.
I rannsókn á Eyjólfsstöðum
voru ungu hrútarnir rækilega að
erfa landið. Efstur stóð Keisari
02-015 með 145 í heildareinkunn
og voru yfirburðir hjá honum
mjög líkir fyrir báða þætti rann-
sóknarinnar. Þessi hrútur er und-
an Vini 99-867 en móðurfaðir
hans var Flái 96-029 sem breytti
fénu á þessu búi vemlega á sín-
um tima. Títus 02-018 var með
130 í heildareinkunn og yfirburð-
ir hans í rannsókninni byggðu
öðru fremur á mjög hagstæðu
kjötmati lambanna. Títus er son-
ur Áls 00-868 en móðurfaðir
hans er Peli 94-810. Þriðji topp-
Freyr 4/2004 - 251