Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.2004, Qupperneq 41

Freyr - 01.05.2004, Qupperneq 41
Hrútar með áhættuarfgerð verða ekki lengur teknir til notkunar á sæðingar- stöðvunum Um nokkurt árabil hefur arfgerð hrúta á sæðing- arstöðvunum varðandi svonefnt príongen verið greind og niðurstöður þar um birtar í hrútaskrá sæðingarstöðvanna. Hrútunum er skipt í þrjá flok- ka á grunni þessarar greining- ar, þ.e. hlutlausa arfgerð, sem er lang algengust, áhættuarf- gerð og verndandi arfgerð. I maíblaði Freys (sauðijárblaði) árið 1999 skrifuðu þær Stefanía Þorgeirsdóttir og Astríður Páls- dóttir tvær mjög fróðlegar greinar um þessi mál, sem lesendum er bent á að kynna sér. I annarri þeir- ra er fjallað um íslenskar rann- sóknir, þar sem greint er frá sam- hengi þessara arfgerða við riðu- veiki í íslensku sauðfé en þar kemur mjög skýrt fram gríðarlega mikill munur á sýkingu eftir arf- gerðum. Þær fjalla um möguleika þess að nýta þessa þekkingu í bar- áttu gegn riðuveikinni með mark- vissu ræktunarstarfí. 1 hinni grein- inni flalla þær um niðurstöður úr rannsókn á príonarfgerðum í sauðfé á búum vítt um land sem hafa haft mikil áhrif í ræktunar- starfinu á siðustu árum, einkum vegna sölu á fjárskiptafé. Fagráð í sauðfjárrækt hefúr tek- ið ákvörðun um að hrútar með áhættuarfgerð verði ekki lengur teknir til notkunar á sæðingar- stöðvunum. Það er ljóst að hrúta- stofninn, sem á stöðvunum er, mótar fjárstofninn í landinu mjög mikið. Ríflega helmingur hrúta, sem koma nýir í notkun á hverju ári, eru undan hrútum á sæðingar- stöðvunum og auk þess er umtals- vert hlutfall af mæðrum þeirra dætur slíkra hrúta. Þess vegna má fljótt vænta verulegra breytinga á fjárstofni í landinu vegna þessara aðgerða og alveg ljóst að engin ein aðgerð getur haft jafn víðtæk áhrif til að ná fram breytingum. Ein af ástæðum þess að gripið er til þessara aðgerða er sú að í mörgum af löndum ESB eru þeg- ar komnar ræktunaráætlanir sem miða að því að eyða áhættuarf- gerð úr sauðfé í viðkomandi lönd- um og ljóst að fleiri lönd fylgja í kjölfarið á næstu árum. Vart er réttlætanlegt fyrir okkur að taka ekki tillit til slíkra aðgerða í ná- lægum löndum. Rifjum aðeins um aðalatriðin í þessu máli. Rannsóknir hér á landi og í mörgum öðrum löndum hafa sýnt ákaflega skýrt samband á milli framangreindra arfgerða í príongeninu og þess hve mikið af fénu veikist af riðuveiki og hversu hratt. Breytileiki milli arfgerða er fyrst og fremst á þremur tilteknum stöðum í erfðaefninu DNA sem myndar príongenið. Þessir staðir kallast set og eru arfgerðirnar eftir Jón Viðar Jónmundsson Bænda- samtökum Islands táknaðar með bókstöfúm til sam- ræmis við breytileika í þeim. I seti 136 er möguleiki á tveimur tákn- um, A og V, og áhættuarfgerðin tengist V tákni í þessu seti (táknin standa fyrir tilteknar amínósýrur og er áhugasömum bent á framan- greindar greinar til að leita þar nánari skýringa). I seti sem ber töluröð 154 er einnig möguleiki á tveimur táknum, R eða H. Það er H táknið í þessu sæti sem er tengt mótstöðu hjá íslensku sauðfé. I þriðja setinu með töluröðina 171 er aðeins fúndið eitt tákn í ís- lensku sauðfé, Q. í flestum er- lendum fjárkynjum eru þama hins vegar greind fleiri tákn og R tákn- ið í þessu seti er það sem tengist mestri mótstöðu hjá flestum er- lendum fjárkynjum. Samkvæmt því sem að framan segir þá er lang algengasta arf- gerðin, sem fmnst hjá íslensku fé, táknuð ARQ sem telst vera hlut- laus með tilliti til riðusýkingar. Freyr 4/2004 - 41 [

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.