Freyr - 01.05.2004, Qupperneq 45
Tafla 3. Fjöldi týndra merkja.
Gerð 2002 2003
Bjargsmerki Ekki með 0 eða 0,0 %
Rototag (dalton) 11 eða 5,5 % 3 eða 1,5 %
Snapp tag 4 eða 2,0 % 1 eða 0,5 %
Dalesman-mini 4 eða 2,0 % 1 eða 0,5 %
Ewe babe Ekki með 2 eða 1,0 %
hægra eyra. Hinar gerðimar eru
settar i það vinstra. I febrúar 2003
var svo bætt við 10 merkjum af
hverri gerð auk þess sem að Ewe
babe merkin komu ný inn og voru
sett í gimbrar á fyrsta vetri. I mars
2004 vom svo sett 10 merki í við-
bót af hverri gerð í gemlinga.
Niðurstöður og umræður
Þegar verið er að velja merkja-
gerð til að nota skiptir miklu máli
fyrir bóndann að númerin haldist í
lömbunum fram á haust og í fixll-
orðnu ánum til æviloka. Hins veg-
ar skiptir einnig máli hversu auð-
velt er að setja merkin í eymn,
hvort þau séu auðveld álestrar og
hver kostnaðurinn er.
Það má segja sammerkt öllum
þessum gerðum, sem notaðar vom
í lömbin, að það er einfalt að setja
merkin í eym lambanna. Sérstakar
tangir íylgja öllum gerðum nema
Bjargsmerkjunum. Fyrst er núm-
erið sett í töngina og því svo
smellt í eyrað með einu handtaki.
Rototag (Dalton), Dalesman mini
og Ewe Babe merkin em öll tví-
skipt og þarf þess vegna að hlaða
töngina með tveimur hlutum en
Snapp tag merkin em óskipt og
verða því að hring í eyranu svipað
og Bjargsmerkin. Vorið 2002 vom
smá vandkvæði á að hlaða töngina
með Snapp Tag merkjunum. Þeg-
ar merkin vom skoðuð nánar sást
að þau vom um það bil 1-2 mm
lengri en pmfur sem vom til og
það getur munað því að erfiðara er
að hlaða töngina. Vorið 2003 var
búið að ráða bót á þessu og engin
vandkvæði lylgdu ísetningunni.
Engin töng fylgir Bjargsmerkjun-
um eins og áður sagði en mjög góð
aðferð er að nota gatatöng til að gata
eyrað og þræða merkið svo í.
Ewe babe merkin em frekar stór
og er nauðsynlegt að setja þau
innarlega í eyrað á lömbunum. Ef
það er ekki gert hanga eyrun und-
an þunga merkjanna fyrstu dagana
en svo virðist sem þau jafni sig á
því þegar líða tekur á sumarið.
Ewe babe merkin henta betur sem
fullorðinsmerki en lambamerki að
því leyti hve stór þau em en ótví-
ræður kostur þeirra er hve auðvelt
er að lesa á þau. Þess má geta að
innflytjandi Ewe babe merkjanna
er kominn með merki frá sama
framleiðanda sem eiga að henta
betur fyrir lömb.
Stafir merkjanna em mismun-
andi. Bjargsmerkin og Rotot-
ag(dalton) merkin eru með prent-
uðum númemm fylltum með bleki
sem á það til að losna upp úr stöf-
unum. Dalesman-mini og Snapp
tag em lazerprentuð með gráum
stöfiim sem mættu vera dekkri.
Ewe babe merkin era með svört-
um stómm stöfum sem em mjög
vel læsilegir.
Fylgst var með endingu merkja
við fjallrekstur í lok júní og aftur
við haustvigtun bæði árin.
í töflu 3 má sjá fjölda merkja
sem vantaði af hverri gerð hvort
ár fyrir sig.
Bæði sumrin vom nokkur lömb
heima við í afgirtu tilraunahólfi.
Sumarið 2002 töpuðu 5 lömb Ro-
totag (dalton) merki og 2 lömb
töpuðu Dalesman-mini merki sem
vom í tilraunahólfmu en ekkert
lamb tapaði merki sínu þar sumar-
ið 2003. Þennan mun er erfítt að
skýra. Líklegasta skýringin á því
að lömbin týna merkjunum
heimavið er sú að þau troða
hausnum í gegnum girðinga-
möskva og rífa merkin úr. Þetta
gerist síður hjá merkjum sem em
hringur en þeim sem em opin.
Ókosturinn við hringina er aftur á
móti sá að þeir geta snúist í eyr-
anu og skemmt enda þeirra. Þetta
getur verið slæmt þar sem er yfír-
mark eins og heilrifað eða sneið-
rifað svo að dæmi séu nefnd.
Fyrra árið má segja að niður-
staðan hafi verið slæm fýrir Ro-
totag (Dalton) merkin þar sem 11
lömb týndu merkjum sínum. Þetta
gæti verið tilfallandi vegna þess
að síðara árið vom ekki nema 3
merki sem duttu úr.
Góð niðurstaða Bjargsmerkj-
anna kemur sumum á óvart en
minna verður á að þegar verið er
að bera saman merki verður að
bera ný merki einnar gerðar við
ný merki annarrar. Ekki er hægt
að bera saman þriggja ára Bjargs-
merki við ný merki af annarri
gerð.
Þegar fullorðinsmerki em sett í
er hægt að setja Dalesman small
og Ewe babe merkin í sama gat og
lambamerkið var í. Einnig er hægt
að setja Rototag (dalton) merkin í
þau ef gatið er ekki of stórt. Fyrir
Mini tag blöðkuna, sem sett er í
með nál, er stungið nýtt gat (rifa).
I fullorðnu ánum er fylgst með
endingu merkjanna við vigtun
ánna frá hausti til vors. í janúar
2004 höfðu 5 ær tapað Rototag
(dalton) merki og ein Mini tag
blaðka er glötuð. Öll önnur merki
em enn í ánum. Fylgst verður
með þeim áfram þar sem tvö ár er
ekki nægilega langur tími til að
skera úr um endingu allra
merkjagerða. Þó má segja að Ro-
Framhald á bls. 43
Freyr 4/2004 - 451