Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2004, Síða 48

Freyr - 01.05.2004, Síða 48
Umræður Eins og 1. mynd sýnir eru bænd- ur á Vesturlandi að ná betri árangri af beit á heimalönd en sunnlensku bændumir. Rétt er að taka það fram að hluti af fénu á Vesturlandi fer á afrétt og bændur þar gáfu bara upp einn fallþunga og flokkun yfir öll lömbin, en skipm ekki á milli þeir- ra sem fóm á afrétt og þeirra sem vom heima. Einnig em heimalönd bænda á Vesturlandi hálendari og gróðurfar þ.a.l. líkari heiðagróðri. Lömbin á Vesturlandi em bæði þyngri og flokkast í betri holdfyll- ingarflokka, en þau safna einnig meiri fitu á sig. Hlutfall gerðar og fítu er 1,10 á Vesturlandi og 1,06 á Suðurlandi. Þessar tölur sýna að gildi fyrir holdfyllingu er hærra en gildi fyrir fitu, sem er markmiðið. Meiri holdfyllingu er hægt að ná með betra beitarskipulagi og bötun lamba á fóðurkáli. Niðurstöður hafa sýnt að lömb bæta mun frekar á sig vöðvum en fítu ef þau em ekki búin að taka út allan þroska þegar þau fara á grænfóðrið (Hall- dór Pálsson o.fl., 1981). Þar sem bændur á Suðurlandi hafa meira af grænfóðri en bændur á Vesturlandi er greinilegt að sunnlensku lömbin em ekki nógu þroskuð þegar þau koma af mýrlendinu og bæta þau það upp með grænfóðurbeitinni, sem er aðallega repja. Gróðurfarið í mýrinni getur haft áhrif á vöxt lambanna á þann hátt að lömbin séu að keppa við mæð- ur sínar um besta gróðurinn á lág- lendinu. Meltanleiki er ekki mjög hár í mýrargróðri og sina getur tor- veldað lömbunum að velja besta gróðurinn (Valgeir Bjamason og Sigurjón Bláfeld, 1981). Sníkju- dýraálag er einnig meira á láglendi vegna meiri þéttleika fjárins og getur það hægt á vexti lambanna þó að þau þrífíst ágætlega. Það kom greinilega í ljós á tveimur bæjum á Suðurlandi hjá bændum sem slátmðu á hefðbundnum tíma. Þar var mikið vandamál með hníslasótt og ormaveiki fyrir nokkmm árum. Með skipulagðri lyfjagjöfhafa þeir bændur minnk- að smitið en meðalfallþyngd hjá þeim er þó einungis 13,5 kg. Ann- ars virtust ormaveiki og hníslasótt almennt ekki valda vandamálum á þeim búum sem tóku þátt í könn- ununum. Flestir bændumir gefa ánum inn ormalyf bæði vor og haust og gefa þá inn langvirkt ormalyf á vorin. Með beitarskipu- lagi væri hægt að minnka sníkju- dýraálag og nýta mýrargróðurinn betur til vaxtar. Gróðurinn í mýr- inni fer snemma af stað á vorin og vex það hratt að féð nær ekki að nýta hann allan áður er hann sprettur úr sér. Þar sem nóg er af hrossum er gott að nota þau í skiptibeit með fénu svo að féð sé alltaf að éta næringarríkan gróður í endurvexti (Sigþrúður Jónsdóttir, 1989; Anna Guðrún Þórhallsdóttir, 2001). Samkvæmt rannsóknum Sigþrúðar Jónsdóttur (1989) á beitaratferli og plöntuvali sauðfjár og hrossa bitu hrossin efri hlutann af mýrelftingu, stömm og grösum en ekki nærri rót í mýrinni. Það auðveldaði sauðfénu aðgang að undirgróðrinum. Fallþungi hjá sex bændum í þeim hluta verkefnisins, þar sem bændur slátra öllu á hefðbundnum tíma, var á bilinu 16-17,2 kg, en meðalfallþungi fyrir öll búin var 15 kg. Allir þessir bændur nema einn búa á Vesturlandi og hafa þeir meirihlutann af öllu fénu í heimalandi yfír sumarið. Beitin er ekki meira skipulögð en hjá öðr- um bændum og hafa þrir bændur grænfóðurbeit fyrir lömbin að hausti, einn af þeim er sá sunn- lenski. Einungis tveir af þessum bændum em með fleiri en 300 fjár á vetrarfóðrun og getur þessi mikla fallþyngd skýrst eitthvað af því hve stórt land féð hefur til um- ráða. Flokkunin er í flestum til- fellum betri en meðalflokkunin í hverjum landshluta fyrir sig. Sá sem nær bestum árangri er með 9,45 stig fyrir gerð og 7,59 fyrir fítu. Hann vigtar lömbin tvisvar sinnum á haustin og getur þ.a.l. fylgst betur með hvenær lömbin em tilbúin til slátmnar. Sá sem kemur næstur vigtar lömbin líka tvisvar, fyrri vigtun til að ákveða hvað lömb þurfa að fara á kál. Með svona skipulagi vita bændur 16 15.8 15.6 15.4 15.2 15 14.8 14.6 14.4 14.2 14 13.8 13.6 13.4 13.2 13 O) O) c ■■■ Holdfy lling =J n. i iFita Fallþungi *o Q> B Sumar Haust Mynd 2. Samanburður á meðalgildi fyrir fitu og vöðva og meðalfallþunga á Suðurlandi (A) og Vesturlandi (B) á búum þar sem sumarslátrun er stunduð. 148 - Freyr 4/2004

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.