Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.2004, Qupperneq 52

Freyr - 01.05.2004, Qupperneq 52
4. mynd. Heimasmíðuð gjafagrind á Snartarstöðum í N-Þing. 5. mynd. Heimasmíðaðar gjafagrindur á Dunki i Hörðudal í Dalasýslu. með það í huga að draga úr stofnkostnaði. Nokk- ur dæmi um slíkt verða rakin hér á eftir, en þar er langt i frá um tæm- andi upptalningu að ræða. Gjafagrinduu Á Heiðarbæ Á Heiðarbæ í Þing- vallasveit voru veturinn 1999-2000 smíðaðar gjafagrindur inn í tvo bragga, sem áður höfðu hvor um sig verið tví- stæð ijárhús. Þær breyt- ingar voru helstar frá Lambeyragrindunum að hér raðast þær enda í enda, og opið á milli, þannig að þær mynda einn samfelldan gjafa- gang fram húsin. Burð- arramminn hangir á einu stóru plasthjóli hvoru megin, eins og ráða má af 3. mynd. Einnig var útfærslu á hæðarstillingu breytt þannig að í stað þess að hengja færanlegu einingamar upp með keðjum þá skorðast bolti með gormi inn í þrep og ræður þannig hæðinni. Einnig em aðrar lítilsháttar útfærslubreytingar miðað við Lambeyragrindumar. Til dæmis er hver gjafagrindaein- ing um 5 metrar á lengd í stað 3,6 metra. Þetta þýðir að ef mikið liggur við má gefa tvær rúllur (1,20 m þvermál) í hvora grind, en oftast er þó aðeins gefin ein rúlla í hverja grind. Gjafagrindur Á Snartarstöðum Núna á allra siðustu ámm hafa verið smíðaðar á nokkmm stöðum gjafagrindur sem em að meira eða minna leyti úr tré, en byggja á svipuðum hugmyndum og þær sem sagt var frá hér á undan. Nokkrir bændur í Norður-Þing- eyjasýslum hafa smíðað slíkar grindur. Helgi og Sigurlína á Snartarstöðum em með eina út- færslu sem sést á 4. mynd. Ein- göngu ysti ramminn er úr jámi, þ.e. tvö skúffújám lóðrétt á end- um og prófílstangir að ofan og neðan sem tengja þau saman. Neðst, boltað utan á skúffújámin, kemur eitt tréborð, 32 cm á hæð, og notast það sem fótstig íyrir kindumar rétt eins og sambærilegt jámborð á Vímets-grindum. Inn í skúffuna koma svo tvö tréborð sem færast upp og niður eftir at- vikum til að stilla hæð jötustokks- ins eftir því sem ést úr grindinni. Stoðir í fjárhúsinu em notaðar til að festa grindumar í að ofan. Gólfið undir grindinni er hæst í miðjunni, þannig að þegar grindin gengur saman að neðan helst allt- af svipað bil á milli gólfs og grindar. Timbrið er að sjálfsögðu úr norðurþingeyskum rekaviði og hafa fleiri slíkar á svæðinu verið smíðaðar úr slíkum eðalviði. Að sögn Helga hafa þessar grindur staðið vel undir væntingum og út- | 52 - Freyr 4/2004

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.