Freyr

Volume

Freyr - 01.05.2004, Page 53

Freyr - 01.05.2004, Page 53
breiðsla þessarar tækni orðin tölu- verð á svæðinu. Gjafagrindur á Dunki Hjá Kjartani og Guðrúnu á Dunki í Hörðudal í Dalasýslu eru gjafagrindur sem smíðaðar eru með litlum tilkostnaði (5. mynd). Þær eru nánast að öllu leyti úr timbri, eina jámið em BMF-vinklar og lamir. Eins og myndin sýnir hangir grindin á lömum upp í þak hússins. Það hversu ofarlega sá punktur er sem grindin hangir í gerir það að verkum að lítill munur er á bili milli gólfs og grindar ef'tir því hver- su langt inn grindin er gengin og því ekki mikil hætta á að kindumar togi heyið undan grindinni. Fjöldi annarra bænda víða um land hafa smíðað eða látið smíða gjafagrindur með ýmsum athygl- isverðum útfærslum sem því mið- ur er of langt mál að rekja í grein sem þessari. Þau dæmi sem rakin hafa verið að framan vom valin með tilliti til þess að þau lýsa ákveðinni þróun sem hefur verið í átt til meiri einfaldleika og lækk- aðs kostnaðar en á sama tíma hef- ur verið reynt að halda sig við ákveðin lykilatriði í hönnun, sem em: * Að grindumar geti gengið inn, svo að féð geti étið inn að miðju rúllunnar. * Að stilla megi hæð jötubands þannig að féð geti alltaf étið niður fýrir sig. * Að fótstig sé utan á grindinni þannig að féð eigi auðvelt með að éta úr grindinni hvort sem jötuband er í hæstu stöðu (60- 70 cm) eða lægstu stöðu (30-35 cm). * Að hey slæðist ekki undan grindinni. Þar sem þessum atriðum hefúr verið fýlgt, sem virðist hafa verið gert í langflestum tilfellum, hefúr reynsla af notkun grindanna al- 6. mynd. Rúllugjafir á Eystri-Leirárgörðum, Leirár- og Melahreppi. Rúiian hefur verið sett inn á fóðurgang og skorin með McHale-rúlluskera framan á dráttarvél. Plastið er svo skorið utan af rúllunni um leið og kló er sett utan um hana til hifingar inn í gjafagrind. mennt verið góð. Vinnuléttir við gjafír er mikill miðað við þær að- ferðir sem menn notuðu áður. An þess að á því hafí verið gerð ná- kvæm skoðun þá virðist sem víða noti menn til heygjafa aðeins ijórðung til helming þess tíma sem fór í verkið fyrir breytingar. Hægt er að skipuleggja gjafímar betur m.t.t. annarra verka, og síð- ast en ekki síst hafa menn losnað við allan heyburð. Hversu mikil hagræðingin er fer m.a. eftir því hvaða aðferðir notaðar era til að flytja rúllurnar í grindina og hvemig rúllumar era skomar. í langflestum tilfellum nota menn rafmagnstalíur á hlaupaketti til að koma rúllunum í grindina og er það að sjálfsögðu afar þægileg að- ferð. Nokkuð brölt fylgir því að klöngrast með heyskera upp á hverja rúllu og skera hana í gjafa- grindinni. Því hafa margir farið Freyr 4/2004 - 53 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.