Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.2004, Side 55

Freyr - 01.05.2004, Side 55
8. mynd. Dæmi um innra skipulag ca. 600 kinda fjárhúsa með samliggjandi gjafagrindum (gjafagöngum), en garða- og króa skipulagi I öðrum enda hússins, þar sem settar eru upp einstaklingsstíur að vori. hvorri kró. Dæmi um hús með svona skipulagi er á Lambeyrum í Laxárdal, en þau hús em raunar ná- lægt því tvöfalt stærri (lengri) en þau sem 7. mynd sýnir. Reynslan þar sýnir að þetta skipulag gengur mjög vel upp íyrir svo stór hús. Agæti þessa skipulags byggir ekki síst á því að flutningur fjár innan húsanna er mjög auðveldur og raunar út úr húsunum einnig sem er mikilvægt á sauðburði þegar nýta á aðliggjandi hús (hlöður o.fl.) og útihólf, t.d. fyr- ir hópstíur. Sú hugmynd að innra skipulagi, sem 8. mynd sýnir, gerir ráð fyrir að stuttir garðar og krær séu í öðr- um enda húsanna, en að í megin- hluta húsanna séu samliggjandi gjafagrindur eða gjafagangar, hér tvær samsíða raðir í hvorri hlið hússins með fjórum gjafagrindum hvoru megin. Alls væru þama því 8 gjafagrindur og 16 hólf fyrir 25- 30 kindur hvert. Gert er ráð fyrir að setja megi upp gang á sauðburði meðfram hliðum gjafagrindahólf- anna. Auk þess er gert ráð fyrir göngum milli gjafa/króa - sam- stæðnanna, þannig að öll umferð á sauðburði verði sem greiðust. Uppdrátturinn á 8. mynd er fyrir um 600 kinda hús, en gæti gengið fyrir 300 kinda hús með því að taka aðeins annan helminginn. Húsin væm þá með fjórum gjafa- grindum og tveimur stuttum görð- um. Fyrir slíkt hús væri nægileg breidd um 10 metrar og gæti þessi útfærsla því verið skoðunarverð fyrir þá sem hugsa sér að breyta til- tölulega mjóum eldri húsum, þar sem t.d. útfærslan á 7. mynd geng- ur ekki upp, en hún krefst þess að húsin séu um 20 m breið. Bændur hafa reynt ýmsar út- færslur á innra skipulagi í tengsl- um við breytingar á gjafatækni í fjárhúsum á undanfömum ámm. Þessar útfærslur taka mið af þeim húsum sem fyrir em og er of langt mál að ræða hér þó að fróðlegt sé. Hins vegar er að finna gmnn- myndir af nokkmm slíkum út- færslum á www.bondi.is undir byggingaþjónustunni og fjárhús. Að lokum Reynsla sauðfjárbænda víða um land af notkun gjafagrinda sýnir að þeim fylgir mikil vinnuhagræð- ing sé fylgt ákveðnum gmndvall- arreglum við hönnun þeirra. Smíða má þær úr jámi eða tré í mismunandi hlutfollum eftir að- stæðum og smekk. Við slíkar breytingar á gjafafyrirkomulagi þarf að hugsa innra skipulag hús- anna í heild og hugsa vinnuhag- ræðinguna með tilliti til allra veigamestu verkþáttanna, svo sem fóðrunar, sauðburðarvinnu og fjárrag. Það virðist reynsla flestra að ná megi jafn góðum árangri með sjálffóðrun á gjafagrindum og með hefðbundinni fóðmn á garða svo framarlega sem aðgangur er að fóðrinu á gjafagrindunum allan sólarhringinn eða því sem næst. Fóðmninni þarf að stýra með hey- gæðunum þannig að þegar fóður- þarfir em mestar fái féð besta hey- ið en slakara heyið um miðjan vet- urinn þegar fóðurþarfirnar em minni. Við sjálffóðrun reynir meira á slíka stýringu en við hefð- bundna fóðmn og sömuleiðis á það að fé sé flokkað í fóðmnar- hópa eftir holdum og aldri. Heimild: Jóhannes Sveinbjörnsson, 1997. Sjálffóðmn sauðfjár á rúlluböggum. Freyr 93 (10-12): 409-412. Freyr 4/2004 - 55 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.