Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.2004, Side 56

Freyr - 01.05.2004, Side 56
Lóu genið - nýr frjósem- Iserfðavísir staðfestur m nokkurt árabil höf- um við haft spurnir af því að á nokkrum bæj- um í Öxarfirði væri að finna ærstofn þar sem mjög mikið væri um marglembur. Fullyrt var að hér væri alls ekki um að ræða fé sem væri með Þoku genið. Það var ekki fyrr en á síðasta ári sem tími gafst til að skoða ögn nánar þær upplýs- ingar sem fyrir hendi eru um þetta fé. Við þá vinnu fengum við góða leiðsögn frá Karli S. Björnssyni í Hafrafellstungu, en eins og brátt kemur fram er uppruna þess að leita í fé hans. Þessi athugun á fyrirliggjandi upplýsingum sýndi strax að hér er greinilega um að ræða áhrif af einum erfðavísi sem virðist erfast á sama hátt og Þoku-genið gerir. Ahrifm sem má greina virðast stafa af einu geni og hér er verið að mæla þau í arfblendnum ein- staklingum sem aðeins eitt eintak af geninu. Upphaf þessa íjár má að öllu leyti rekja til ærinnar Lóu 80-092, sem var fædd vorið 1980 í Hafra- fellstungu. Faðir hennar, Píus 75- 448, var lengi notaður á þessu búi og átti stóran hóp dætra sem voru öflugar afurðaær en engin þeirra nema Lóa sýndi óvenjulega frjó- semi. Móðir hennar, Kæpa 73- 353, var góð afurðaær en hjá henni kom ekki fram nein óeðli- leg frjósemi. Ættir þessa íjár er auðvelt að rekja í íjárbókum bús- ins í nokkra liði aftur í tímann og þar fínnast ekki merki um annað en eðlilega frjósemi hjá formæðr- unum. Þess má geta að þetta fé rekur ættir sínar að hluta í Þistil- ljörð, en á þessum árum eins og löngum síðar sóttu Öxfirðingar mikið af kynbótahrútum þangað austur fyrir heiðina. Hægt er að útiloka öll tengsl við fé með Þoku-genið því að sæðingar með hrútum, sem bjuggu yfír Þokug- eni inn á þetta svæði, hófust ekki fyrr en í desember 1984. Engar kindur með Þokugen var því að finna á svæðinu þegar Lóa fædd- ist. Lóa sjálf sýndi hins vegar óeðlilega mikla frjósemi. Hún var geld gemlingsárið en varð síðan ákaflega farsæl afurðaær á búinu því að hún náði tíu vetra aldri. Hún var ljórum sinnum þrílembd og fímm sinnum ljórlembd, þann- ig að samtals átti hún 32 lömb í þau níu skipti sem hún bar. Átján afkvæmi hennar voru sett á, fímm hrútar og þrettán gimbrar, sem gerir það að verkum að hægt er að rekja erfðaáhrifin áfram gegnum afkomendur Lóu. Þegar frjósemi dætra hennar er nánar skoðuð kemur í ljós að átta þeirra urðu marglembur en fímm þeirra voru “eðlilegar” ær. Hér er notuð sú einfalda aðferð að flok- ka æmar í tvo hópa eftir frjósemi, þannig að ær sem hafa orðið marglembdar einu sinni eða oftar á aldrinum 2ja-4ra vetra eru tald- ar með frjósemisgen en aðrar ær eru taldar með eðlilega frjósemi og því ekki með genið. Þegar skoðaðar em upplýsing- ar um syni Lóu kemur í ljós að undan þremur þeirra komu ekki marglembur, en allir áttu þeir nokkum hóp dætra, frá 10 upp í 47. Undan tveimur sona hennar kom hins vegar óvanalega hátt hlutfall af marglembum. Þessir hrútar hétu báðir Fjarki, annar var númer 88-130 en hinn 89-176. Þeir voru hvor undan sínum hrútnum en feður beggja áttu stóra dætrahópa og dætur þeirra sýndu ffjósemi mjög nálægt með- altali á búunum þar sem þær vom. Fjarkamir báðir vom mikið not- aðir og á fleiri bæjum og eignuð- ust mjög stóra dætrahópa, undan öðrum em upplýsingar um 96 dætur en undan hinum um 67 dætur. Þegar dætur þeirra em greindar í tvo hópa, annars vegar marglembur (ær með ffjósemisg- en) og hins vegar “eðlilegar” ær (ær sem ekki hafa erft frjósemisg- enið), kemur fram mjög greini- legur og mikill munur á frjósemi milli hópanna. Sá munur nemur um 0,8-0,9 fleiri fæddum lömb- um að meðaltali hjá ánum sem hafa frjósemisgenið. Þetta mynst- ur er mjög skýrt og engar efa- semdir þarf að hafa um að hér er Emmu Eyþórsdóttur, RALA | 56 - Freyr 4/2004

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.