Freyr

Volume

Freyr - 01.05.2004, Page 57

Freyr - 01.05.2004, Page 57
um áhrif af einum erfðavísi að ræða. Afkomendur Lóu er nú að fínna á allmörgum bæjum í Öxa- firði en dreifíng þeirra út fyrir sveitina er mjög takmörkuð. Óhætt er að fullyrða að hér er komið fram annað frjósemisgen hjá islensku fé. Flest bendir til að erfðir séu hliðstæðar því sem ger- ist um Þoku-genið en ekki er þó enn hægt að fullyrða hvort hér geti ekki verið um kynbundnar erfðir að ræða. Mörg frjósemisg- en, sem fundist hafa í öðrum fjár- kynjum, eru kynbundin og erfast ekki frá föður til sonar. Þetta er ólíklegt í þessu tilviki, en við höf- um ekki enn í höndunum dæmi um erfðir frá föður til sonar. Sérstaka athygli vekur að upp- runa þessa frjósemisgens virðist mega staðsetja með fullri vissu hjá ánni Lóu. Hjá henni hefur genið orðið til við stökkbreytingu þar sem engin merki eru um óvenjulega frjósemi hjá foreldr- um eða öðrum forfeðrum og for- mæðrum hennar. Afar fátítt er að uppruna stökkbreytinga í búfé sé hægt að staðsetja þannig með fullri vissu. Annað þekkt dæmi um slíkt er þó Callipyge genið sem uppgötvað var fyrir um ára- tug í Dorset fé í Bandaríkjunum og leiðir til ótrúlega mikillar vöðvasöfnunar hjá fé þar sem áhrif af því geni koma fram. Mjög áhugavert verður að sjá hvemig áhrif Lóu gensins koma fram við blöndun við Þoku-gen- ið. Ær, sem geta mögulega búið yfír báðum þessum erfðavísum, eru ekki enn komnar i fram- leiðslu en þær em til í uppeldi núna. Það er ákaflega ósennilegt að um sama genið geti verið að ræða, mun líklegra að hér séu tvö mismunandi gen þó að áhrif þeir- ra séu að líkindum mjög áþekk, mögulega heldur meiri fyrir Lóu genið. Reynsla bænda af... Frh. afbls. 49 vegna þess að þeir telja að yfir- borgunin sé of lág á hvert kiló dilkakjöts. Þakkir Bændumir sem tóku þátt í könn- unni fá bestu þakkir fyrir góðar móttökur og gagnlegar upplýsing- ar. Heimildir: Anna Guðrún Þórhallsdóttir. 2001. Skiptibeit með hross og sauðfé og áhrif ormalylja og hníslalyfja. Ráðu- nautafundur, bls. 322-325. Álagsgreiðslur Markaðsráðs kindakjöts 2003. 2003. í Tjörvi Bjarnason og Matthías Eggertsson (Ritstj.), Handbók bænda 2003, 53 (bls. 293). Halldór Pálsson, Olafúr Guðmunds- son og Stefán Sch. Thorsteinsson. 1981. Haustbeit sauðfjár. Ráðunauta- fúndur, bls. 106-119. Sigþrúður Jónsdóttir. 1989. Beitar- atferli og plöntuval sauðljár og hrossa. Freyr, 16. 634-637. Valgeir Bjamason og Sigurjón Blá- feld. 1981. Plöntuval og gæði beitar- gróðurs á ræktuðu og óræktuðu mýr- lendi. Ráðunautafundur, 53-60. Molar Merking erfða- BREYTTRA MATVÆLA GEFUR NEYTENDUM VALFRELSI í apríl sl. setti ESB sér ný lög þar sem hert var á kröfum um merkingu matvæla sem inni- halda erfðabreytt hráefni. Til- gangur laganna er að gefa neyt- endum tækifæri til að ákveða sjálfir hvort þeir neyti slíkra matvæla. Lögin eru bindandi í öllum löndum sambandsins. Áður giltu þær reglur að ein- ungis skyldi upplýsa það ef erfðabreytt hráefni væri í mat- vælunum. Hér eftir skal það upplýst ef erfðabreytt hráefni hafi verið notuð við framleiðsl- una þó að lokaafurðin sýni það ekki. Undantekning er þó að kjöt, pylsur, egg, mjólk og mjólkurvörur, sem rekja má til búfjár sem gefið hefur verið erfðabreytt fóður, þarf ekki að merkja. Nýju lögin viðurkenna ekki hugtakið “vara framleidd án erfðatækni". Það hugtak má ekki nota í auglýsingaskyni þar sem aldrei er unnt að tryggja að nytjajurtir hafi ekki mengast af erfðabreyttum gróðri. Bandaríkin hafa þegar brugð- ist hart við þessum lögum og halda því fram að ESB leggi sig fram um að spilla fyrir hagnýt- ingu erfðatækninnar í matvæla- iðnaði. Samtök bandaríska matvæla- iðnaðarins, NFPA, kalla hinar nýju reglur ESB alvarlegar viðskipta- hindranir sem beitt er í því skyni að koma í veg fyrir innflutning bandarískra matvæla til landa ESB. Formaður samtakanna, John R. Cady, fullyrðir að Evrópu- búar muni líta á merkingarregl- urnar sem viðvörun um að kaupa ekki viðkomandi vörur þó að eng- ar sannanir liggi fyrir um að neitt sé við þær að athuga. Reglurnar séu hins vegar dæmigerðar fyrir þá skriffinnsku sem matvælafýrir- tæki verða að búa við i Evrópu. Afleiðingin sé eingöngu aukinn kostnaður fyrir neytendur. Samtökin, NFPA, skora á Al- þjóða viðskiptastofnunina, WTO, að stöðva hinar ólöglegu við- skiptahindranir ESB. (Landsbygdens Folk nr. 17/2004). Freyr 4/2004 - 571

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.