Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.2004, Side 59

Freyr - 01.05.2004, Side 59
kvæmni í búskapnum. Á þennan hátt fást aukalömb sem nýtast vel til að venja undir einlembur. Ann- markar, sem voru tilgreindir, lutu mest að aukinni vinnu sem fylgdi marglembunum, bæði við að venja lömb milli ánna, eftirlit með vanburða lömbum og burðarhjálp. Nokkrir töldu þetta fé ekki vera samkeppnishæft við annað fé hvað kjötgæði varðar. Síðan var spurt beint um nokk- ur atriði og eru niðurstöður úr svörunum við þessum spuming- um dregnar saman í 1. töflu. Spurt var um eftirtalin atriði: * Hafa verið óeðlilega mikil van- höld á lömbum undan marg- lembum? * Hvemig hefur ending verið hjá marglembunum? (Flokkun svara í sviga). * Hefur borið meira á júgur- skemmdum hjá marglembun- um en öðrum ám á búinu? * Hefur mikið þurft að venja lömb milli ánna á sauðburði? * Hefur orðið vart við ófrjóar ær af þessum stofni? Hér er ekki ástæða til að fara mörgurn orðum um svörin. Rétt er samt að benda á að yfirleitt fór saman fremur slök ending hjá marglembunum og vandamál vegna júgurskemmda. Einnig kom fram hjá nokkrum bændum að þessum ám hætti til að kvið- rifna sem yrði þeirra aldurtili. Sem jákvæðan þátt er ástæða að nefna að allmargir tilgreindu að þessar ær væru betri mæður en aðrar ær í hjörðinni. Vísbending- ar voru um að það væri háð til hvaða sæðingahrúts mætti rekja upphafíð að þessu fé á viðkom- andi búi. Örstutt skal vikið að síðustu spumingunni um mögulega ófrjó- semi hjá ám af Þokukyni. Meðan genið er ekki þekkt, þannig að hægt sé að staðfesta það með DNA prófun, er nánast ómögulegt að leggja mat á það hvort ærnar séu arfblendnar (hafi eitt Þoku- gen) eða arflireinar (hafi tvö Þoku-gen). Hins vegar er þekkt að sambærilegir stakerfðavísar, sem leiða til mikillar frjósemi hjá öðr- um fjárkynjum, leiða til ófrjósemi hjá arfhreinum ám. Getgátur hafa verið um að slíkt ætti hugsanlega einnig við um Þoku-genið. Því verður samt ekki svarað nema með markvissum tilraunum, sem ekki hafa enn verið gerðar hér á landi þó að svörin hér gefi ákveðnar vísbendingar. Hér hafa engar skipulegar rann- sóknir farið fram með þetta fé. Meðal bænda er vitað að skoðanir hafa verið mjög skiptar um ágæti þess. Því verður samt vart neitað að með því að hafa genið í stofn- inum skapar það möguleika til aukinnar frjósemi og þar með aukna hagkvæmni í framleiðsl- unni. Margt bendir til að talning á fóstrum með ómsjártækni hjá ám Molar Lífræn orka til RAFORKUFRAMLEIÐSLU í SVÍÞJÓÐ Lífrænir orkugjafar, svo sem úr hraðvaxta runna- og trjágróðri eða hálmi, stóðu undir 75% af nýjum leyfum til raforkufram- leiðslu í Svíþjóð á síðasta ári. Af öðrum nýjum raforkuverum eru 17% knúin af fallvötnum og 8% eru vindknúin. Svíar hafa set sér strangar reglur um að orkuvinnsla þeirra mengi ekki umhverfið og lífræn orka er endurnýtanleg og veldur þannig ekki auknum gróður- húsaáhrifum. Fylgst er með allri raforkuvinnslu í Sviþjóð og þau raforkufyrirtæki sektuð sem á meðgöngutímanum verði fastur þáttur í búskap á mörgum ijárbú- um á komandi árum. Með því munu möguleikamir til að nýta þennan eiginleika til að auka hag- kvæmni í lambakjötsframleiðsl- unni aukast verulega. Hér á landi hefur aldrei verið gerð tilraun til að meta gildi Þoku- gensins í fjárræktinni. Á það má hins vegar benda að í sauðfé á Nýja-Sjálandi er að finna gen fyr- ir aukinni frjósemi sem sýnir nán- ast sömu áhrif og Þoku genið. Munurinn er aðeins sá að þar er þetta gen kynbundið þannig að það nýtist ekki jafn vel í fram- ræktun og Þoku-genið. Þar hefur ávinningurinn af því að vera með hrút, sem býr yfir því frjósemisg- eni, verið metinn á jafngildi 150.000 króna. Hliðstætt mat fyr- ir Þoku-genið hjá íslensku sauðfé ætti að skila heldur hærri upphæð af þeirri einu ástæðu að afurða- verð hér er miklu hærra en þar gerist. staðin eru að því að menga um- hverfið. (Land Lantbruk nr. 19/2004). Kálfar vilja FÉLAGSSKAP Kálfar, sem eru saman í stíu, eru líflegri en kálfar í einstak- lingsstíum. Þeir hafa þar einnig möguleika á að læra að um- gangast aðra kálfa sem kemur þeim til góða þegar þeir stækka, jafnframt læra þeir þá fyrr átið á fóðurbæti af öðrum kálfum. Á hinn bóginn er smithætta meiri þar sem kálfar eru saman en við eðlilegar aðstæður á það ekki að skaða. (Land Lantbruk Mjölk nr. 19/2004). Freyr 4/2004 - 591

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.