Freyr

Volume

Freyr - 01.05.2004, Page 60

Freyr - 01.05.2004, Page 60
www.bufe.is Tölvukerfið MARK hefur verið opnað á Netinu á slóðinni www.bufe.is. Alfir svína- og nautgripabændur eiga möguleika á að fá aðgang að MARK. Með aðgangi að MARK geta bændur pantað einstaklingsmerki og geta nú nautgripabændur nýskráð gripi, skráð burð og flutningssögu gripa. Megin hlutverk einstaklingsmerkingar er að tryggja rekjanleika búfjárafurða, einnig treysta þær ættfærslur verulega. Tölvukerfið MARK gerir það að verkum að grunnupplýsingar um búfé verða aðgengilegar á einum stað. Þannig eru gagnagrunnar búfjárskýrsluhaldsins hluti af MARK. Til að fá aðgang að MARK skal hafa samband við tölvudeild Bændasamtakanna. Einnig má senda tölvupóst á netfangið mark@bondi.is með upplýsingum um nafn, kennitölu, búsnúmer og bæjarheiti. Bændum er sendur veflykill í pósti sem er notaður til að nýskrá sig inn í kerfið. Bændur eru hvattir til að sækja um aðgang og nýta sér þá möguleika sem MARK býður upp á Bændasamtök íslands Töivudeild Simi: 563 0300 Netfang: mark@bondi.is

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.