Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1912, Page 9

Sameiningin - 01.02.1912, Page 9
36i œsfcr af tilfinningum sínum, að rödd lrnns sé guÖs rödd og boðskapr lians orð guðs? Lofið kitlar bégómagirn- ina, stígr til höfuðsins, og villan verðr ennþá argari. I ljóma lofsins stendr hann fyrir mönnum, en hið innra kvikna ormar verri þeim, sem lögðust á Heródes konung — verri, af því þeir eru ósýnilegir, og maðrinn, sem þeir ern að eta, veit ekki um þá, nema hvað hann ein- stöku sinnum kann að verða var við þá. Hvað gjörir sá, sem flytr gegndarlaust hól yfir kistu látins manns um mannkosti hans og kristilegar dyggðir, sumar sannar, en sumar tilbúnar, til þess að þóknast fólki og fá lof hjá því, — en forðast nálega sem heitan eld að minna fólk á náð guðs við manninn og að guði beri dýrðin? Og að hver maðr verði að fœra sér í nyt náð guðs, ef líf hans eigi að verða til blessunar og guði til dýrðar?—Er hann að gefa guði dýrðina? Tekr hann undir með englunum: „Dýrð sé gnði í upphæðunú£ ? iiir einkunnar-orð hans: Guði einum sé dýrðin? — Er hann ekki að leita eigin vegsemdar og talar því af sjálf- um sér, einsog Jesús Kristr segir? Sjá Jóli. 7, 38. Páll postuli skýrir á einum stað, hvað sé að gefa guði dýrðina. Það sé það að trúa orði hans og treysta hans fyrirheitum; því um Abraham segir hann, að hann hafi ekki með vantrú efazt um fyrirheit guðs, lieldr hafi hann gjörzt styrkr í trúnni, svo að hann gaf guði dýrð- ina, og var þess fullvís, að hann er máttugr að efna það, sem hann lofar (Róm. 4, 20. 21). Skilyrðið fyrir því, að oss verði unnt að gefa guði dýrðina er það, að vér gjörumst styrkir í trúnni á orð guðs og fyrirheit. Og með því að trúa orði guðs og fyrirheitum gefum vér honinn dýrðina. En sá, sem með vantrú efast um orð gnðs og fyrirheit, rænir guð dýrð hans og gjörir hann að lygara, einsog Jóhannes postuli segir (1. Jóh. 5, 10). Vér, sem kristnir viljum vera, ættrnn að gá vel að því, hvort það sé hjartamál vort að gefa guði dýrðina. Og hvort vér svo í verkinu séum að gjöra það. Erum vér t. d. að gefa guði dýrðina, þegar vér samsinnum þeim, sem með vantrú efast um orð guðs og

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.