Sameiningin - 01.02.1912, Page 13
365
renna, heldr hinnm (almennt talað), sem trúir reynast
og lofa heilögum anda að upplýsa sig á veginum og eru
á leiðinni að eignast kórónu lífsins (Op. 2, 10). Með
þeim bvggist kristin kirkja upp 0g þeir eru líka menn-
irnir, sem njóta þeirrar blessunar, sem boðskapr Jesú
Krists liefir að veita, bæði á guðsþjónustufundum og
annarsstaðar.
Þá er og það stórt atriði í sambandi við þetta, með
hverju hugarfari maðr er, þegar í kirkju er komið.
Kristinn maðr kemr til að lofa guð og vegsama, eiusog
þegar hefir verið tekið fram, en hann kemr líka til að
þola dóm, ekki dóm prestsins vitanlega eða þess, sem
prédikar, heldr dóm guðs, dóm birtan í orði hans, dóm
yfir syndinni, synd í liugsunum, orðum, verkum 0g van-
rœkslu. En þennan dóm vilja margir ekki þola. Miklu
fremr vilja þeir dœma sjálfir, og sumir koma fyrst og
fremst til að dœma, þá sjaldan þeir koma, Engir eru
eins fljótir til að dœma guðs orð einsog þeir, sem sjald-
an eða aldrei sjást við guðsþjónustur. Engir munu
heldr óvægari í dómum um rceður presta en þessir sömu
menn. IJndantekningar eru auðvitað til frá þessarri
reglu, en þetta er það algenga. En þessi dómgirni í
huga manns, þessi uppreisnarandi í sálinni gegn guði
og heilögum sannleik lians, kexnr alveg í veg fyrir, að
guðsþjónustan verði manni til nokkurrar blessunar.
Þá er og annað, sem miklu máli skiftir. Bœnagjörð
er einn af aðal-þáttum hverrar guðsþjónustu. í henni
eiga allir að taka þátt. Allir eiga að vera biðjandi, þeg-
ar bœn er flutt. Útaf því vill þó bregða, Sumir eru
þar sýnilega alls ekki með. Ekki skyldi mann þá
undra, ]>ótt þeir hinir sörnu fœri á mis við þá blessan,
sem trúuðu fólki veitist í bœninni. Vildi þessir sömu
menn skifta um og fara að verða sjálfir með í bœninni,
þá hygg eg, að þeir rnyndi brátt hætta að hafa orð á
því, að guðsþjónustan veiti ]>eim enga ánœgju né bless-
an. Þeir myndi þá bráðlega verða að kannast við, að
þangað væri mikla blessan að sœkja.
A sálmasöng mætti og minnast. Um ])að er eg í
engum engum efa, að það dregr stórum úr ánœgju