Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1912, Page 14

Sameiningin - 01.02.1912, Page 14
366 margra á guðsþjónustufundum, að þeir eru ekki með í söngnum. Nálega allir geta sungið. En nálega engir vilja syngja. Örfáir þeir, sem liafa sálmabœkr með sér, þótt nóg sé af þeim á lieimilunum. Sumsstaðar gengr þetta söngleysi svo langt, að við sjálft liggr, að guðs- þjónustan verði sönglaus. Og sé söngrinn lítill og lé- legr, verðr guðsþjónustan tilkomulítil, jafnvel þótt allt annað fœri fullvel fram. Auðvitað er þetta ekki alls- staðar svona. Á sumum stöðum er þetta, sem betr fer, í góðu lagi. Öflugr söngflokkr stýrir söngnum og söfn- uðrinn tekr meiri eða minni þátt þar í. En eg hygg, að jafnvel þar megi finna œði-marga, sem geta sungið, en eru ekki með í söngnum. Þaðan af fleiri má vitanlega finna af slíkum mönnum á þeim stöðum, þarsem söngr er í slæmu lagi; því fólk er þeim mun ragara að syngja því færri sem syngja. Þessi óvani, sem komizt hefir að í ís- lenzkum guðsþjónustu-sið, að örfáir menn syngja fyrir allan söfnuðinn, er eitt af liinu kirkjulega böli vo'ru. Allir eiga að syngja. Ekki til þess að sýna list sína, heldr syngja guði lof og dýrð, syngja uin föðurkærleik guðs, syngja um frelsið í Jesú, syngja um náðarsamlega upplýsing heilags anda, syngja um hinar margföldu dá- senrJir og náðargjafir guðs oss mönnunum til handa. Ef allir vildi læra ]>etta, vera með í söngnum og syngja með hugann við það efni, sem sálmrinn er um, sá er sunginn er í það og það skiftið, þá fœri þeim brátt fækk- andi, sem ekki njóta guðsþjónustunnar nema að hálfu leyti eða minna en það. Enn mætti eg benda á ýmislegt, sem kemr í veg fyr- ir. að maðr njóti guðsþjónustu einsog vera ber, t. d. fá- dœma-sinnuleysi, sem sumum fvlgir, svo mikið sinnu- leysi, að öllum hugsunum um hinn eilífa hag er varpað frá sér. Ekkert nema lúðrhljómr dómsdags vekr það fólk. Sé talað um synd og um réttlæti og dóm, þá fellr þessu fólki það illa. Það vill ekki vakna, vill ekki fá vitneskju um annað en að hinn andlegi hagr þess sé góðr í alla staði. Þegar svo guðs orð og rœða prédik- arans ónáða mann f þessu þægilega móki, þá fer maðr

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.