Sameiningin - 01.02.1912, Page 22
374
viS þá: Ekki þwfa heilbrigðir læknis við, heldr þeir, sem sjúkir
eru; ekki em eg kominn aö kalla réttláta, heldr synduga.
18. Og lærisveinar Jóhannesax- og Farísear föstuðu, og
þeir koma og segja viö hann: Hví fasta lærisveinar Jíóhannes-
ar og feerisveinar Farísea? 19. Og Jesús sagöi viö þá: Hvort
mega brúðkaupssveinarnir fasta meöan brúðgutninn erihjá þeim?
Svo lengi, sem þeir hafa brúögumann hjá sér, geta þeir ekki
fastaö; 20. en koma munu dagar, er brúðguminn verðr frá þeim
tekinn, og- þá munu þeir fasta á þeim degi. 21. Enginn saumar
bót af nýjum dúk á gamafe fat; því þá nemr bótin af því, hiS
nýja af hinu gamla, og rifan verðr verri. 22. Og enginn 'lætr
nýtt vín á gamla belgi; því þá sprengir vínið belgina, og vínið
ónýtist og belgirnir; heldr láta menn nýtt vín á nýja belgi.
Ees; Matt. 9, 9—17; Lúk. 5, 27—39. — Minnisjtexti: Ekki
em eg kominn aö kalla réttláta, heldr synduga — Mark. 2, 17.
Leví Alfeusson (4. v.J er nefndr Matteus í fyrsta guð-
spjaHinu ýMatt. 9, 9). Ef til vill hefir hann heiitið báðum nöfn-
unum, eða hann hefir tekið upp nafnið Matteus eftir að hann
var kallaðr. Matteusar guSspjall er frá 'hans hendi komið —•
að minnsta kosti frumrit þess á arömsku tungumiáli.
Leví (eða Matteus) kallaðr: 13., 14. v. Jesús kennir mann-
fjöldanum út-á víðavangi, í heimahúsum, á fjöHum uppi, af
skipsfjöl, í samkunduhúsum, í musterinu — allsstaðar. Jesús
■kallar Matteus — tollþjón, fyrirlitinn, hataðan, útskúfaöan af
þjóð sinni, til þess aS verða postula og guðspjallamann. Eng-
inn af oss er of auvirðilegr eða of djúpt sokkinn til aS geta
orSiS nýtr verkamaSr í víngaröi drottins vors. Matteus hlýðir
lcallinu þegar í staö ; yfirgefr allt, og fylgir Jesú. — ÞaS er
aldrei neitt unniS meS því aS hika, líta aftr, spyrna á móti
broddunum.
Jesús samneytir bersyndugum: 15., 17. v. Hann samneytti
þeirn til aS frelsa þá. Vér getum leitt marga þeirra til frelsun-
ar, ef vér samneytum þeim á sama hátt og hann, og í sama til-
gangi og hann. Jesús kom til aö lækna sjúka, kalla synduga.
Hann er ekki aSeins kennari, eSa fyrirmynd, heldr og frelsari.
Jesús talar um f'óstur. Meðan Jesús var meS lærisveinum
sínum, áttu föstur ekki viö. Þá var fagnaöartími fyrir þá. En
nú, á hryggSartímum stríSskirkjunnar, þurfum vér oft aS
styrkja trúarlíf vort meS föstum og bœnahaldi. —- Fagnaöarer-
indiö var ekki bót á gamalt fat, heldr var þaS nýtt fat, betra og
fullkomnara en hiS gamla.