Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1912, Side 61

Sameiningin - 01.02.1912, Side 61
413 snertir kjarna þess, sem nú er um a8 rœða, þá gjörðu því svo vel að líta hærra upp. Gjörðu svo vel að spyrja heldr aö því, yfir hverju hann, sem við erum að bíða eftir, á að vera konungr; því óhætt er mér að segja, sonr minn! að það er lykillinn að leyndard'ómi þeim, sem enginn mun nokkurn tíma skilja án þess lykils.“ Balthasar lyfti upp augum sínum guSrœkilega. „Til er konungsríki á jöröu, þótt ekki sé af jörðu — ríki, sem nær langt útfyrir þessa jörS —■ útfyrir höf og lönd, Jíótt hvorttveggja væri vafið saman einsog þynnur gulls, er svo sem mest má verða hafa verið teygöar út meS hamarslögum. AS ríki þaö er til er eins víst og það að hjörtu vor eru til, og vér erum á ferð gegnum það frá freðing vorri til dauða án þess að sjá það; og ekki mun neinn maðr heldr sjá það fyrr en hann hefir lært að þekkja eigin sál sína; því ríki þetta er ekki fyrir hann, heldr fyrir sál hans. Og í stjórn þess er dýrð, sú er þess er eðlis, að ekkert þvílíkt hefir neinum manni komið til hugar — frum- leg, óviðjafnanleg og svo mikil, að við hana verðr engu bœtt.“ ,,t>að, sem þú segir, faðir! er mér ráðgáta" — mælti Ben Húr: — „eg hefi aldrei heyrt getið um annað eins konungsríki." ,,0g ekki heldr eg“ — sagði Ilderim. „Og meira má eg ekki um það segja“—bœtti Balthasar við og leit niðr í auðmýkt. — „Hvað það er, til hvers það er, hvernig þangað má komast — það getr enginn sagt fyrr er. barnið kemr til þess að taka við því að persónulegri eign. Hann hefir með sér lyklana að hinu ósýnilega hliði, sem hann mun opna ástvinum sínum, en meðal þeirra verða allir, sem elska bann, því aðeins þeir, sem svo stendr á, niurtu verða í hópi hinna endrleystu." Eftir það var löng þögn. og varð Balthasar henni mjög feginn eftir samrœðuna. „Göfugi sjeik!“—sagði hann svo með rósemi þeirri, er honum var svo eðlileg — „á morgun eða næsta dag þareftir ætla eg að fara uppí bœ um tíma. Dóttur mína langar til að sjá viðbúnaðinn, sem hafðr verðr á undan leikjunum. Eg mun meira sggja um það, hvenær við förum. Og eg mun sjá þig aftr. sonr minn! En nú býð eg vkkr báðum góðar nætr og óska ykkr friðar.“ f>eir stóðu nú allir upp frá borði. Sjeikinn og Ben Húr voru kyrrir og horfðu á eftir Egyptanum þangað til hann hafði verið leiddr útúr tjaídinu. T>á mælti Ben Húr: „Eg hefi, Ilderim sjeik! heyrt sumt furðulegt í kvöld. Leyfðu mér að fara út og ganga

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.