Sameiningin - 01.02.1912, Síða 64
4x6
bandalag kynni aö duga til þess, sem þyrfti, en því miSr
var þess enginn kostr, að slíkr félagskapr kœmist á, nema
því aðeins — og um þá undantekning hafSi hann lengi og
og alvarlega hugsaS — nema því aðeins, aS frá einhverri
þjóöinni, sem átti svo bágt, kœmi fram hetja, sú er fyrir
sigrsæld í hernaSi ynni sér frægö svo mikla, aS orSrómr-
inn breiddist útum alla jörð. Hvílík dýrö fyrir Júdeu, ef
þaS reyndist, aS í því litla landi risi upp nýr heimsdrottinn
einsog Alexander mikli áSr í Makedóníu! En aftr á hinn
bógmn, æ því verr og miðr, þótt hreysti gæti vissulega birzt
undir stjórn rabbína, þá var þó alls engin heraga-von ur
þeirri átt. Og því gat Messala í hallargarði Heródesar
látið sér þessi svívirðingar-orS um munn fara: ‘Allt, sem
þiö í ófriði vinnið á sex dögum vikunnar, missið þið sjö-
unda daginn’.
Svo sem eðlilegt var nálgaðist hann því aldrei eyðu-
djúpið, sem um hefir verið getið, með nokkurri von um
að geta yfir ]iað komizt, heldr varð hann í hvert skifti að
hörfa þaðan aftr á bak; og svo oft höfðu þessar tilraunir
hans misheppnazt, að hann var með öllu orðinn vonlaus,
nema ef eitthvað kœmi fyrir, sem hann gat ekki búizt við.
ÍMenn kynni á hans æfitíð að koma auga. á hina einstak-.
legu hetju, eða ef til vill ekki. Um það vissi enginn nema
guð. Og 'þarsem hugar-ástand hans var svona, þá er ó-
þarfi að tefja við það, hver áhrif hið ófullkomna ágrip af
sögu Balthasars, sem Mallúk kom með, hafði á hann haft.
Hann hlustaði á þá sögu með ánœgju, þótt all-mikil mis-
sýning væri þar samfara; honum fannst þar fengin úr-
lausn á vandamálinu, því nú var honum loksins bent á
hetju þá hina einstaklegu, sem með engu móti mátti vanta;
og persóna sú var niðji kynkvíslarinnar með ljóns-viðr-
nefninu — konungr Gyðinga. Lít svo heiminn genginn útí
ófriðinn með hann fyrir hershöfðingja!
í konungs-nafninu fólst hugmyndin um konungsríki;
konungrinn, sem hér er um að rœða, átti að verða víð-
frægr hermaðr einsog Davíð, spakvitr stjórnari og rausn-
arlegr einsog Salómon; konungsríkið átti að vera stórveldi
það, sem Róm œddi á móti og gjörði með því útaf við sig
á ömurlegan hátt. Erábærlega stórfelldr ófriðr myndi
verða samfara dauða-angist og fœðingar-hríðum — síðan
friðr, er svo sem að sjálfsögðu merkti það, að yfirráð
heimsins væri í höndum Júda-manna JGyðingaJ — og héldi
stöðugt áfram.
Ben Húr fékk sterkan hjartslátt við það, er hann allra
snöggvast sá í anda Jerúsalems-borg orðna að höfuðbóli
heimsins og Síon hásæti drottins allsherjar.
Stök hamingja virtist honum. er hann var kominn í