Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1912, Side 67

Sameiningin - 01.02.1912, Side 67
heyrðist til ára, sem seint var róið; skömmu síðar mátti heyra orðaskil í þvi, er sungiS var, á hreinustu grísku, sem öllum tungum þátíðarinnar betr var til þess löguð aS láta ljós tilfinningar ákafrar sergar. EfniS í söngnum var svo látanda: Andvarp rís mér upp frá brjósti, er eg syng um sögulandiS fyrir handan Sýrlands-haf. Ilmþrungnir vindar frá angandi söndum voru mér andardráttr lífsins. En nú leika þeir, því miSr, viS fjaSr-skúfa hinna hvískrandi pálma aldrei framar fyrir mig; né heldr heyrast nú lengr í tunglsbirtu-kyrrSinni stunurnar í Níl, þaSan er straumrinn líSr framhjá Memphis-borgar rústum. Ó, Níl! þú guð minnar magnþrota sálar! í draumum þú kemr til mín; og meSan mig dreymir, leik eg mér viS lótus-blómiS og syng forna söngva um þig; úr fjarska heyri eg Jfffemnons-súlu hljóminn og kallandi raddir frá Simbel, sem mér er svo vet viS; og svo vakna eg viS ástríSu sorgar og sársauka útaf því að eg skyldi nokkurn tíma geta fengiS af mér að lcveSja allt þetta. Þá er söngnum var lokiS, var mærin, sem söng, komin framhjá pálma-^þyrpingunni. NiSrlagsorSin liSu framhjá Ben Húr, sem þá einmitt var hlaðinn þungri, en angrblíSri skilnaSar-sorg. Um leiS og bátrinn fór framhjá leiö dýpri skuggi inní hyldýpi nætrhúmsins. Ben Húr dró þungt andann, og var nálega einsog hann styndi. „Eg þekki hana af söngnum — dóttur Balthasars. Hve fagr var söngr sá! Og hve fögr hún er!“ Hann fór aS virSa hana fyrir sér í huganum: hávaxna, rennilega, töfrandi, — stór augu, lítiS eitt yfirskyggS af drúpandi augnalokum, — fagrhvelfdar, blómlegar kinnar og sváslegar varir meS djúpum lauturn í munnvikum. Og hjarta hans tók þar undir meö þvi aS bærast óSar er. áSr. En nálega á sama augabragöi rann upp fyrir sálarsjón hans — og einsog risiö uppúr vatninu — annaö andlit yngra og fullt eins fagrt, barnslegra og blíðlegra, þótt elcki skini útúr því annarr eins tilfinninga-ákafi.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.