Viðar - 01.01.1938, Page 168
Héraðsskólinn að Núpi
starfar í 2 deildum fyrir piita og stúlkur
í 6 mánuði og byrjar um miðjan október.
Námsgreinar eru:
íslenzk réttritun, málfræði
og bókmenntir ásamt æfingum í fram-
sögn, föðurlandssaga, mannkynssaga, nátt
úrufræði, (dýra-, jurta-, eðlis- og heilsu-
fræði), félagsfræði, landafræði og reikn-
ingur ásamt bókfærslu. Handavinna fyrir
pilta og stúlkur. Tungumál: enska, dan-ka
eða sænska. íþróttir: sund, leikfimi, knatt-
spyrna, skíða- og skautarerðir.
Gufubað handa öllum vikulega.
N á m s k e i ð
í sundi, handavinnu o. fl. eru höfð að
vorinu og sumrinu.
Inntökuskilyrði í skólann eru:
1. Fullnaðarpróf frá barnaskóla.
2. Vottorð læknis um heilbrigði.
3. Ábyrgð fullveðja manna á g'eiðslu
skólakostnaðar.
4. Gott siðferði.
U m s ó k n i r sendist skólastjóra fyrir
1. ágúst. Fyrir þann tíma þurfa og fyrra
árs nemendur að hafa tilkynt ef þeir
geta ekki haldið áfram námi.
Allur skólakostnaður er um kr. 300.00 fyrir pilta nokkru
minni — ('/s fæðis) fyrir stúlkur. Kr. 200.00 greiðast við
byrjun skólaársins, en það sem eftir er frá nýári til skólaloka.
Bj. Guðmundsson.