Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Blaðsíða 28
8'
TÍMARIT bJÓDRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Smágreinarn'ar tvær, “Snjór”
og “Geislinn”, eftir skáldið Krist-
inn Stefánsson (1856—1916) eru
prentaðar eftir lausum blöðum, er
fundust í liandritasafni. lians. Frá
báðum þessum greinum er svo
gengið, að sjálfsagt þótti að prenta
þær, þó eigi séu þær fullg'jörðar,
eins og skáldið mun hafa liugsað
sér þær, og ber handritið þess vott.
Þær eru svo þýðar, lýsa höfund-
inum svo vel og hinu hlýja hugar-
þeli hans til larids og þjóðar, að
þær ættu að verða kærkomnar í
riti sem þessu, og öllum til ununar
að lesa.
Uppdrátturinn á framsíðu káp-
unnar er eftir skáldið Þorstein Þ.
Þorsteinsson, og verður látinn
standa þar framvegis til auðkenn-
ingar fyrir ritið.
Um nafn ritsins er það að segja,
að ónauðsynlegt þótti að gefa því
sérstakt heiti. Það er ei talið lík-
I
legt, að “Þjóðræknisfélag” íslend-
inga verði nönia eitt, og' er þetta
þá Tímarit þess. Með því er þá
ritið heldur eigi talið að vera sér-
staklega Tímarit Islendinga vest-
an hafs. Þá von ala sumir í
brjósti, að myndast geti samtök
um þjóðræknismálið meðal allra
ísTendinga, og verður þá Tímarit-
ið sameign þeirra allra, og getur
orðið til þess að leiða hugi þeirra
saman, og, er frá líður, flutt jöfn-
um höndum ritgjörðir heiman að
sem liéðan, að austan sem að vest-
an. Með því móti verður það
fyrst fullkomlega “Tímarit Þjóð-
ræknisfélags Islendinga”, er leit-
ast við að halda fram tilgangi og
stefnu þess félagsskapar og á lofti
ættarmerki hinnar íslenzku þjóð-
ar. Hvað framtíðin kann úr þessu
að gjöra, vita menn eigi og engir
nema “hinar margs vitandi meyj-
ar.” — En skaðar þá nokkuð að
vona ?