Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Blaðsíða 71
VINLANDSFERÐIRNAR.
51
frá landafundum Islendinga, en
Finnur liyggur, að það sé mjög
líldegt, að Magnúsi biskupi hafi
verið kunnugt um þá, þar sem
liann áður liafði verið ábóti á
Helgafelli, en þar telur hann, að
helzt muni hafa verið um ferðirn-
ar ritað. En þetta er getgáta al-
veg út í bláinn. Kolumbus fór
ekki að leita nýrra landa, liann
vildi finna sjóleiðina til Indlands.
Það gæti hins vegar verið, að
þeir John og Sebastian Cabot,
sem sigldu frá Bristol og fundu
Newfoundland seint á 15. öld,
kynnu að liafa heyrt eittlivað um
Vínlandsferðirnar, en þó verður
ekkert fært því til 'stuðnings með
vissu. Sakir hinna tíðu ferða
niilli Islands og Bristol, er þó ekki
ómögulegt, að einliver kvis kunni
að hafa komist þangað um þær.
En eins og svo margt annað í sögu
Cabotanna, verður þetta atriði
líka að eiga sig.
Það má nefna liöfunda, sem
hafa verið að spjara sig á því að
sýna, að Koluímbus ætti ekki þann
heiður skilið, er honum hafi verið
eignaður, að hafa fundið Ameríku
fyrstur manna, því að það liafi
Islendingar gert á undan honum.
Þetta eru hártoganir einar, því
ferðir forfeðra vorra draga engan
vegívm úr afrekum Kolumbusar
eða kasta skugga á hann. íslend-
mgar fundu að vísu Ameríku, en
þeir týndu henni aftur, og var það
aðallega vegna þess, hvemig á-
statt var í lieiminum um þær
paundir. Þeir voru alt of fámenn-
iv til að nema svo stórt land eins
°g Ameríku, og þjóðir Vestur-
landa höfðu á þeim tímum engan
áliuga á skipaferðum og land-
námi. Þar voru Norðmenn og ís-
lendingar nálega einir urn liituna,
svo að samkepnin var engin. Alt
öðru máli var að gegna á dögum
Kolumbusar. Þá voru siglingar
talsvert auðveldari einkum vegna
kompássins, og þá var kapp með-
al þjóðanna um sjóferðir og
landafundi. Italir, Portúgals-
menn, Spánverjar, Frakkar, Eng-
lendingar voru ])á allir í landa-
leitum, og flaug þá fiskisagan, ef
einhver fann nýtt land, og einn
vildi verða öðrum meiri, og þetta
voru þjóðir, sem bæði liöfðu fé og
fólki á að skipa.
Þótt eigi verði séð, að þessar
ferðir íslendinga standi í neinu
beinu sambandi við landafundi
seinni alda, eru þær engu að síð-
ur þýðingarmiklar, því að þær
liefja nýtt tímabil í sögu siglinga
og' sæfara. Alt frá elztu tímum
höfðu sjómenn ætíð haldið með
ströndum fram, 'sjaldan farið úr
landsýn og ekki liætt sér langt lít
á haf; jafnan leituðust þeir við,
að komast í höfn að kveldi og
liggja þar unz dagaði. Að vísu
munu Persar og Arabár liafa
siglt um Indlandsliaf langt frá
landi, en þar gátu þeir trevst
staðvindunum, enda voru þeim
vel kunnar strandir allar umhverf-
is og gátu þeir leitað þangað, ef
í nauðir rak. Norðmenn urðu
fyrstir manna til að sigla út á
reginhaf og vera úti ekki að eins
dögum saman, heldur vikum og
jafnvel mánuðum. Þeir höfðu
sanám saman fært sig upp á skaft-
ið; fyrst komust þeir til Hjalt-
lands og þaðan til annara vestur-