Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Blaðsíða 129
ÞJÓÐRÆKNISSAMTÖK
109
sýslumanna-ást og eigi haft liana
meS sér hingað.
A sama hátt bygði öll almenn
uppfnæðslu á íslenzkum stofni.
Börnum var kent að ksa og skrifa
í heimahúsum. Menn fluttu að
heiman með sér allmikiÖ af hók-
um og handritum og meira en al-
ment er kunnugt um, og lestur
var eigi síður tíðkaður þá en nú.
Margir hinir sömu siSir héldust
og almtennir höfðu veriS í þeim
sveitum, er menn komu úr, þar á
meðal sögulestur- liúslestrar o. fl.
Skömmu eftir að “ÞingráSiS”
var stofnað, kom til umræSu að
nauðsynlegt væri aS koma upp
kirkjum eða skólahúsum, hæfilega
mörgum, og fá presta til bygÖar-
innar. HaustiS áSur hafði komið
til orða, að séra Páll Þorláksson
réðist þangaS, en koma hans
drógst. EndumýjaÖi hann boð
sitt nokkrum sinnum, en eigi varð
þó af komu lians- Var nú haldinn
almennur fundur við íslendinga-
fljót, 27. og 28. apríl 1877, og kom
þá í ljós, aS meiri hluti manna var
eindregið með því, aS fá prest.
Voru litlar líkur taldar á því, aS
séra Páll myndi korna. “Ilann
var prestur í kirkjufél'agi suður í
Bandaríkjmn, er nefndist Norska
Sýnódan”, en þaS þektu mer.n
ekkert, vissu aðeins að það var lút-
erskt. og fornt í anda og fornt í
kenningu. ] ) Var iþví afráSiS, að
lslending^ar stofnuSu kirkjufélag
sín á meSah er óháS væri öSrum
bii-kjufélögum þessa lands. Nefnd
var skipuS til aS leita samþykkis
1) GuSl. Magn.: Landn. ísl. í N. í.
1899, bls. 42.
hinna annara bygða nýlendunnar,
útvega prest, semja um að kirkj-
ur yrði reistar, o. fl. Þá var og
samþykt að afþakka tilboS séra
Páls. Var nú þingaS í máli þessu
víSsvegar um nýlenduna.
Um þetta urðu skiftar skoSan-
ir. MikleyjarbygS og meiri hluti
VíSnesbygSar fylgdi FljótsbygS í
þessu, en ArnesbygS, allnokkrum
í VíðinesbygS og nokkram í
FljótsbygS fanst. eigi full ástæSa
til aS hafna boSi séra Páls. Á
máli þessu klofnuðu menn og get-
ur þar fyrst sundrungar í sögu
Islendinga vestan hafs. Eigi fékk
nú mefnd þessi loforð fyrir meira
fé en svo, að launa mætti einum
presti. Hefir það að líkindum
dregiS úr fjárframlögum, að séra
Páll bauÖst til að þjóna endur-
gj'aldslaust. Máli þessu lýktaði
svo, að stofnuð voru tvenn safn-
aðafélög: “HiS lúterska kirkju-
félag íslendinga í Vesturlieimi”
og “Hinn íslenzki lúterski söfn-
uður í Nýja íslandi.” í liinu fyr-
nefnda stóÖu 5 söfnuðir: BræSra-
söfnuSur (við ísl.-fljót), BreiSu-
víkursöfnuður, Mikleyjarsöfnuð-
ur, BæjarsöfnuSur (á Gjimli) og
SteinkirkjusöfnuSur (í syðri VíSi-
nesbygfö). í hinu ;síSarnefnda
stóSu þrír söfnuðir: Vídalínssöfn-
uður (í VíSinesbygð), Hallgríms-
söfnuður og GuSbrandssöfnuður
(í norður og suSur ÁrnesbygS.1)
AS eins tveir þessara safnaSa eru
enn við lýði (BræSra- og BreiSu-
víkur), hinir hafa horfið, aðrir
aftur myndast í iþeirra stað. Kall-
1) Guðl. Magn.: Landn. ísl. í N. 1.