Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Blaðsíða 141
bJÓÐRÆKNISSAMTÖK
121
jafnóðum. Til orða kom að
“Heimskringla”, sem þá var fyrir
skömmu stofnuð í Winnipeg, yrði
keypt og flutt suður árið 1888, þó
eigi yrði af. Aftur kom til orða
að hún yrði keypt og flutt suður
árið 1897. Var þá myndað liluta-
félag til' þess að gangast fyrir
þessu, en þegar til kom vildu lilut-
hafar í W.peg eigi selja. Árin
1889-90 reyndi “Menningarfélag-
ið” að koma á fót blaði í nýlend-
unni. 1 því sambandi skrifuðust
þeir Björn Halldórsson og Brynj-
óifur Brynjólfsson á við þá séra
Matth. jochumsson og Valdimar
Ásmundsson, og vildu fá þá vest-
ur til þessa fyrirtækis. Gaf Valdi-
mar kost á því, en þá fengust eigi
nægileg fjárframlög til þess að af
þessu gæti orðið. Arið 1896 byrj-
aði enskt blað, Crystal Call, í bæn-
um Crystal, austan við nýlenduna,
að flytja nokkra dálka á íslenzku.
Ritstjóri við þá var Jóhann Sig-
urgeirsson Björnsson úr Vopna-
firði. En eigi var því haldið á-
fram. 1899 byrjaði annað enskt
blað, Tlie Pinh Paper, í bænum
Bathgate norðaustur af nýi'end-
unni, á hinu sama. Ritstjóri við
þá dálka var Magnús Pétursson
prentari frá Winnipeg. Eigi var
þessu heldur haldið áfram nema
stuttan tíma.
Um 1890 byrjuðu Islendingar
fyrst að stunda nám við liáskóla
ríkisins í Grand Forks. Með þeim
fyrstu, er þangað fóru, voru þeir
Barði G(uðmundsson) Skúlason
frá Reykjavöllum í Skagafirði
(nú lögmaður í borginni Port-
land, Oregon), Kristján Indriða-
son frá Syðra LaugiaTandi í Eyja-
firði, bóndi við Mountain. Ólafur
Björnsson Péturssonar alþm. frá
Hallfreðarstöðum (nú læknir í
W.peg). Magnús B(jömsson)
Halldórssonar frá Úlfsstöðum í
Loðmundarfirði (nú læfcnir í Win-
nipeg), o. fl'. Brátt fjölgaði nem-
endum við háskólann svo að fvrir
eða um aldamót var þar komið á
stofn fjölmennu stúdentafélagi
íslenzku. Tók félagið sér fyrir
höndur að fcoma á fót íslenzku
bókasafni þar við háskólann. Vann
það að þessu kappsamlega um
mörg ár og varð vel ágengt. Er
þar nú myndarlegt íslenzkt bóka-
safn, er algjörlega hefir verið
safnað og keypt af félaginu. Að
fvrirtæki þessu áttu góðan hlut
Vilhjálmur (Jóhannsson) Stefáns-
son frá Kroppi í Eyjafirði, norð-
urfarinn og landfcönnunarmaður-
inn frægi, Árni Kristinsson (nú
sveitarskrifari í Efros-bæ í Sas-
katchewan fylki), Páll Bjarnason
nú ritstjóri við “Wynyard Ad-
vance”, enskt blað í bænum Wyn-
yard, Sask., o. fl. Um þetta leyti
var stofnað kennara embætti við
háskólann í norrænum fræðum.
Hét sá, er við embættinu tók, Ting-
iestad, uppgjafa prestur norskur.
Eigi þótti mikið að honum kveða
sem fræðimanni. — Nokkru sunn-
ar í ríkinu, í Fargo, stendur land-
búnaðarskóli ríkisins. Við hann
liafa verið margir íslenzkir nem-
endur, og liafa þeir stofnað stií-
dentafélag sín á meða. Árið^ 1917
sýndi félagið ísienzkan sjónleik
þar í hænurn og var látið vel yfir
hversu það hefði tekist. Helztu
hvatamenn þessa félagsskapar
voru þeir bræður Matthías (Thor-