Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Blaðsíða 37
bJÓÐARARFUR OG bJóÐRÆKNI
17
lieilla, að marg-ar ólíkar og mis-
jafnlega mannaðar kynkvíslir í-
lendist hér, fráskildar þjóðlífinu;
sumar þeirra al-ókumiugar eða
jafnvel andvígur liérlendri menn-
ing. Þjóðar-eining er óhjákvæmi-
leg Mfsnauðsyn landi þessu. Unr
það er ekki að tala. En svo skjátl-
ar þeim í einu, sem um 'þenna
marg-viðurkenda sannleika fjasa
mest: Þeir vilja í þjóðmenningar-
efnum vera gefendur að eins, en
ekki þiggjendur. Svo örlátir eru
þeir í þeirn sökum. 1 stað þess að
leggja breiðan grunn undir fram-
tíðar-menning landsins og safna
til hennar nothæfum efniviðum
allra þeirra þjóðflokka, sem hing-
að hafa fluzt, þá vilja þeir ekki
láta neinn flokk nema þann, sem
löndum ræður hér, leggja neitt
frain til smíðisins. Engil-sax-
neskir þjóðhættir hafa ráðið hér
lögum og lofum hingað til, og þeir
einir eiga að erfa landið. Hitt á
alt að hverfa.
Innlendum er nokkur vorkunn,
þótt þeir haldi sMku fram, en ekki
kann eg við að sjá aðkomumenn-
ina taka í sama strenginn. Og þó
láta þeir sig hafa það, margir
hverjir. Það er ekki langt síðan
hérlend blöð luku lofsorði á há-
skóla-prófessor nokkurn frá ItaMu,
sem mælt hafði fram með skjótri
og algjörri þjóðernis-glötun við
landa sína hér, ekki að eins til
merkis um lioMustu við þetta kjör-
land þeirra, heldur miklu fremur
í virðingar-skyni við allslierjar-
yfirburði þeirrar engil-saxnesku
menningar, sem hér væri fyrir.
Það var lionum aðal-ástæðan.
KeimMkar liugsanir liafa stundum
gjört vart við sig vor á meðal.
Ekki nenni eg að eyða lýsingar-
orðmn á sMka auðsveipni. Það
nægir, að liún er engu betri en sér-
gæðingshátturinn. Svo hvimleitt
sem það er, að ala upp þjóðernis-
gorgeir í sjálfum sér, þá er þó
hálfu verra, að beygja sig í auð-
niýkt undir þann löst, þegar hann
lýsir sér í fari innlendra. Sé það
rangt, að hreykja sér upp eins og
ofurmenni, þá þurfum vér ekki að
verða neinir aukvisar heldur.
Mannlegast væri það, ef vér revnd-
um að standa jafnfætis öð'rum
mönnum og værum ekki síðri nein-
um, livorki við framlög eða réttar-
kröfu. Satt er það, að vér liöfum
mikið þegið hér, en ofurlítið lögð-
um vér þó sjálfir tii; mikið höfum
vér að læra og getum enn lært, í
skóla liérlends þjóðMfs, en vér eig-
um Mka ýmsar gersemar í vorum
eigin menningar-fórum, og oss er
skylt að leggja þá gripi, eða and-
virði þeirra, inn í búið hér, um leið
og vér gjörumst heimamenn. En
það verður ekki gjört, nema vér
metum þann þjóðararf einhvers
sjálfir og Játuni liann ganga, ef
lcostur er, í erfðir til barna vorra.
Þegar eg var drengur í Nýja ís-
landi, reyndi eg hokkrum .sinnum
að ná upp smáum furutrjám úti í
skógi og planta þeim heima við
liús. Eg var elcki vel að mér í
þeirri list. Ræturnar reif eg u))p
moldarlausar, svo að allar fínu
tágarnar slitnuðu af og urðu eftir
í jörðinni. En það eru einmitt
þessar hárfínu rótar-tægjur, sem
draga næringuna úr jarðveginum.
Nýgræðingarnir visnuðu svo upp