Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Blaðsíða 54
34
TIMARIT bJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Bezt sézt það af því, að báðir
liverfa, og þegar þeirra er leitað,
eru þeir fundnir annar hálftryltur
af særingum, hinn drukkinn af
vínberjaáti. Báðmn heimildunum
kemur saman um, að Þorvaldur
Eiríksson hafi látist í Vínlands-
ferð, en þátturinn skýrir betur frá
því. Deilan milli karlmannanna
fit af konunum í ferð Þorfinns i
sögunni, svarar til meðferðar
Freydísar á þeim Austfirðingun-
um í þættinum. En ósamræmin
mi'lli þeirra er þó .svo mikil, að ekki
verða þau sameinuð. Ferðirnar
eru þrjár í sögunni, en sex í þætt-
inum. Reyndar virðist mega
telja það víst, að þátturinn geri
tvær úr einni, þar sem er Þorfinns
og Freydísar. Hvort Þorvaldur
hafi verið í för með þeim, getur
verið vafasamt; þó bendir vísan
um einfætinginn til þess, ef hún er
ekta, eins og- hún er talin. En af
Bjarna Herjóifssyni veit sagan
ekkert að segja, nó heldur aðrar
sögur. Hrakningar hans og landa-
fundir eru þó engan veginn ó-
mögulegir, slíkt gat auðveldlega
hent skip, sem fór síðla sumars
landa á milli, en frásögnin um
hann ber ])ó óneitanlega skrök-
sögublæ. Það er tortryggilegt,
að í Eiríks sögu er getið um
Bjarna Grímóifsson í för með
Þorfinni. Munurinn á nöfnum
þeirra er því einungis fyrsta sam-
stafan í föðurnafninu, en Bjarni
Grímólfsson er heldur ekki kunn-
ur úr öðrum sögum. Því hefir
verið haldið fram, að ólíklegt sé að
Grænlendingar skvldu ekkert gera
að því í fimtán eða seytján ár að
grenslast um lönd þau, er Bjarni
Herjólfsson á að hafa séð. Til
þess hefir verið svarað. að þeir
liafi verið svo önnum kafnir að
setja nýlenduna á fót á Grænlandi,
að þeir liafi ekki mátt sinna
neinum landkönnunum. Öðruvísi
mætti þó líta á það mál. Einmitt
vegna þess, að þeir höfðu ekki
komið sér vel fyrir á Grænlandi,
gat verið ástæða fyrir þá að
skygnast um eftir betri löndum.
Þó kæmi þar sjálfsagt til greina
íhaldssemi Eiríks rauða og ást-
fóstur það, er hann liafði tekið við
Grænland; mun hann hafa aftrað
mönnum frá að hverfa þaðan aft-
ur, enda kemur heimildunum sam-
an um það, að honum var nauðugt
að fara frekar í landaleitir. En
ólíkt er það Eiríki, að fara til land-
náms í ókönnuðu landi, eins og
þeir Þorfinnur gera í Eiríks sögu.
Hefði mátt búast við því, að ein-
hver frekari gangskör hefði verið
gerð að því að kanna landið, áður
en þrjú skip lögðu af stað með
búslóð til að setjast þar að; enda
ætlaði Þorsteinn að gera það, en
sú ferð mistókst. Manni er því
ekki alveg- grunlaust um, að þátt-
urinn kunni að hafa rétt fyrir sér
í því, að annað hvort Leifur eða
Þorvaldur liafi kannað landið á
undan Þorfinni. En þetta leikur
á svo völtu, að ekkert verður stað-
hæft um það. Sumum liefir ] >ótt
undarlegt, ef það er satt. sem sag-
an segir, að Leifur liafi fvrstur
fundið landið, en lians skuli svo
að engú frekar getið við ferðirnar
]>angað. Þetta gæti þó vel staðist.
Leifur átti að erfa föður :sinn að
fé og valdi á Grænlandi, þegar
Eiríkur félli frá; það var því eng-