Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Blaðsíða 50
30
TIMARIT hJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
liafði flutt með Eiríki rauða til
Grænlands (uni 986) og- sezt þar
að. Bjarni sonur hans var þá í
Noregi og er hann samsumars
kom út til íslands og frétti, að
faðir sinn liefði farið af landi
burt, vildi liann endilega halda til
Grænlands þegar til fundar við
föður sinn. Lögðu þeir af Eyrum
(Eyrarbakka) og hafði enginn
skipsliafnarinnar áður komið í
Grænlandshaf. Sigldu þeir í þrjá
daga unz land hvarf; þá tók af
byrinn og lagði á norrænur og
þokur og vissu þeir ekki, hvert
þeir fóru, og skifti það mörgum
dægrum. Loks sáu þeir sól og
máttu greina áttir; þá sigldu þeir
eitt dægur unz þeir sáu land; þeir
sigldu nærri því og sáu að það var
ófjöllótt og skógi vaxið, með smá-
um hæðum. Létu þeir landið á
bakborða og létu skaut horfa á
land. Eftir tveggja dægra siglingu
sáii þeir annað land. Það var slétt
og viði vaxið. Eigi vildi Bjarni
að heldur fara 'hér á land. Settu
þeir nú stafn frá landi og sigla í
liaf útsynningsbyr í þrjú dægur
og sáu þá þriðja landið. Það var
eyland hátt og fjöllótt og var jök-
ull á. Enn settu þeir stafn við því
og héldu í baf liinn sama byr og
sigldu nú í fjögur dægur unz þeir
komust síðla dags til Herjólfs-
nes á Grænlandi einmitt þar sem
faðir Bjarna hafði sezt að. Og
segir nú, að Bjarni færi til föður
síns og liætti siglingum. Þó er
það næst frá honum sagt, að liann
hafi farið á fund Eiríks jarls, er
liann réð Noregi (sem því hefir
verið eftir Svoldarbardaga árið
1000, fimtán eða sextán árum eftir
Grænlandsferð Bjarna). Sagði
Bjarni þar frá landafundum sín-
um, en hlaut ámæli af því að hafa
ekki gengið þar á land eða grensl-
ast frekar eftir landskostum. Fór
hann svo sumarið eftir til Græn-
lands og varð þar nú umræða um
landaleitan. Leifur Eiríksson fór
til Bjarna og keypti skip hans og
réð til sín hálfanf jórða tug manna.
Bað hann Eirík föður sinn að vera
fyrir förinni;* Eiríkur var tregur
og mæltist undan, en lét þó tilleið-
ast um síðir. Á leið til skips féll
hann af baki og lestist fótur lians;
fór Eiríkur því hvergi. Þeir
Leifur létu í haf og komu fyrst að
því landi, er Bjarni liafði séð síð-
ast. Fóru þeir á land og sáu þar
eigi gras; jöklar miklir voru alt
hið efra, en sem ein hella væri alt
til jöklanna frá sjónum, og sýndist
þeim það land vera g'æðalaust.
Kallaði Leifur það Helluland.
Sigla þeir nú í burtu og finna ann-
að land og ganga þar upp. Það
var slétt og skógi vaxið og sandar
livítir víða þar sem þeir fóru og
ósæbratt. Leifur nefndi það Mark-
land og hélt í burtu sem skjótast.
Nú sigla þeir þaðan í haf land-
nyrðings veður og voru úti tvö
dægur áður þeir sáu land. Komn
þeir að ey einni, er lá norður af
landinu, og gengu þar upp; fundu
þeir dögg þar á grasinu og brugðu
*) 1 þættinum stendur: “Leifr baö
föður sinn Eirek at hann mundi enn fyrir
vera furinni.” petta enn hyggur prófessor
Finnur Jónsson (Aarl)öger 1915, hls. 208—-
209) sýni, að ritari þáttarins hafi haft fyrir
sér Eiríks sögu og það bendi til ferðar Ei-
ríks með porsteini er þar getur um. petta
virðist mér mjög ólíklegt. Höfundurinn
hefir auðsjáanlega I huga leiðangur Eiriks
til Grænlands; og Leifur biður föður sinn nú
eins og þá að vera fyrir förinni.