Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Blaðsíða 45
V ínlandsferðirnar
Eftii' Ilalldór Hermannsson.
LLMIKIÐ liefir á síðari
tímum verið ritað um
landafundi forfeðra vorra
vestan hafs, en þó hefir
það má'l ekki verið rætt til neinna
muna á íslenzku; stendur þó fáum
nær að vita deili á því en Islending-
um, þar sem sjóferðir þessar eru
meðal merkustu viðburða í sögu
vorri. Hér skal því í stuttu máli
getið lielztu heimildanna fyrir
þessum ferðum og hvernig þær
hafa verið skýrðar upp á síðkastið.
Adam kanúki frá Brimum reit
um 1170 lýsingu á Norðurlöndum,
sem stendur aftan við sögu hans
um Hamborgar-biskupa. Þar seg-
ir liann, að Sveinn Úlfsson Dana-
konungur liafi skýrt sér frá, að í
hinu ótakmarkaða útliafi hafi
fundist evja, sem héti Yínland,
því að þar yxu vínber af sjálfs-
dáðum, er gæfu hið bezta vín, og
einnig væri þar gnægð korns ósá-
ins. Þetta sé engin skröksaga,
segir hann, heldur sé þetta sam-
kvæmt áreiðanlegum vitnisburði
Dana. En handan við þessa eyju,
sagði konungurinn, að ekkert
byggilegt land lægi í úthafinu, því
að alt það, sem liggur lengra í
burtu, væri fult af óþolandi ís og
endalausu myrkri. Adam og lík-
lega sögumenn hans gerðu sér
þannig auðsjáanlega í hugarlund,
að Vínland lægi fyrir utan og
norðan ísland og Grænland. Frá-
sögn þessi mun því flestum hafa
þótt all-ótrúleg, þar sem varla
mátti ætla, að korn og vínviður
gæti vaxið á þeim stað og í slíku
loftslagi, sem þar væri. En þetta
er nóg til þess að sýna, að Vín-
landsnafnið var þekt á 11. öld.
Það getur verið, að til sé ann-
ar vitnisburður frá 11. öld um
Vínland. Það verður revndar
lítið bygt á því, en þó er bezt að
geta þess liér. Um næstsíðustu
aldamót var til á bænum Hönen í
Hringaríki í Noregi rúnasteinn,
sem síðan liefir horfið með öllu.
Afrit hafði þó verið tekið af rúna-
letrinu á honum, en því miður er
það all-óljóst og auðsjáanlega ekki
allskostar áreiðanlegt. Samkvæmt
því reyndi prófessor Soplius
Bugge samt að ráða áletranina,
og komst að þeirri niðurstöðu, að
hún líklega hefði verið þannig:
“Út ok vítt ok þurfa
þerru ok áts
Vínlandi á ísa
í úbygð at kómu;
auð má ilt vega
[at] deyi ár [þ. e. snemma].”
Ef þessi ráðning er rétt, ætti
hún að benda til þess, að
steinninn liafi verið reistur eft-
ir mann, sem látist hafi í leið-
angri norður eða vestur í liöfum,
eða með öðrum orðum í Vínlands-
ferð. Hefir þetta verið sett í sam-
band við ferð, sem Adam kanúki
segir, að Haraldur harðráði hafi
farið í landaleit út í úthafið, en
orðið að hverfa frá vegna þrauta