Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Blaðsíða 74
5J
TIMARIT bJÓÐRÆKNISFÉLA GS ÍSLBNDINGA
Málin tvenn—og mörg—liór sikarta,
Mörgum láta vel á tungu.
Málið ohkar, mál vors hjarta,
Mæður fyrst oss börnum sungu.
Tungumál þó lieimsins heyrum,
Hjartansmálið bezt við eirum.
MáliS, — okkar móðurtunga,
Málið, — ríkt af Snorra orðum, —
Megingjarða mælsku þunga.
Mjúkt er söng hann Jónas forðum, —
Kent af Guði, mælt af móður,
Minjagripur, helgisjóður.
Danska, ill og afskræmd, lengi
Islenzkunnar hreinleik spilti. —
Höfðinginn, í háu gengi,
Hér, sem oftar, margan vilti.
Fyrir það varð fínt og lenzka:
Forðum danska, síðar enska.
Nú skal fórna frægð og ljóSum,
Fornum sögum, hetjuanda,
Öllu, sem með öðrum þjóðum
Enn telzt gimsteinn Norðurlanda,—
Nýrri tízku aklar andans:
Enskunni í munni landans.
Fátæk þjóð — og útliafseyja,
Aldnar sagnir, fögur ljóðin,
Aldrei fyrnast, aldrei deyja,
Ódauðlegt er mál — sem þjóðin.
— Hvað sem enskir ættmenn skrifa:
Islenzkan mun dafna, — lifa.
Jónas A. Sigurðsson.
o